Réttarklettar eru á millum Lónakots og Hvassahrauns. Þeir eru álitleg klettaborg í annars hlutlausu ofvöxnu hrauni. Augljóst er að þarna hafði Hrútarghárdyngjuhraunið runnið í sjó fram fyrir um 7500 árum síðan og eldur og vatn í sameiningu skapað þau náttúruundur, sem þarna sjást. Umleikis Réttarkletta eru miklar mannvistaleifar.

Þarna upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól, og rétt, Nípurétt. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól, sem enn sjást vel. Dæmigerðar aðstæður er fólkið okkar fyrrum nýtti sér hugvitsamlega við náttúrulegar aðstæður – sjálfu sér og afkomendum þeirra til framdráttar. Talið er að undir Réttarklettum hafi kot það er Svínakot nefndist, síðar verið nýtt frá Lónakoti.