Um hraunin ofan Hafnarfjarðar liggur fjöldi stíga. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúru- og/eða minjastaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík, þrátt fyrir að Sveinn Pálsson hafi lýst Reykjanesskaganum í ferðabók sinni seint á 19. öld með eftirfarandi orðum; „Hér er ekkert merkilegt að sjá…“

Selsstígarnir voru jafnan ekki alfaraleiðir, í þeim skilningi. Selstígurinn upp frá Þorbjarnarstöðum að Gjáseli og Fornaseli (ofar) hefur augljóslega verið notaður um langt skeið. Á gróinni hraunsléttunni ofan við Tobburétt eystri má sjá hann grópaðan í hraunhelluna á kafla.

Bjarni Einarsson hjá Fornleifafræðistofunni gróf prufuholur í Fornaseli og birti skýrslu um árangurinn árið 2001.

Markmið rannsóknanna var að freista þess að ná viðarkolum eða húsdýrabeinum til geislakols-aldursgreininga (C-14) og að kanna í hvaða ástandi fornleifarnar að Fornaseli væru. Að öðru leyti verður að líta á þessar rannsóknir sem fyrsta skref í rannsóknum á staðnum. Allt bendir til þess að haft hafi verið í seli að Fornaseli frá því um 1600 og fram á 19. öld.

Ekki hefur verið gerð sambærileg rannsókn í Gjáseli.

Merkið er rétt hjá blárri stiku