Í örnefnalýsingunni segir m.a.: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á Laufhöfðahrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselhöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson).“

Kápuhellir er grunnur hraunskúti með lágri mosavaxinni fyrirhleðslu í allstóru torförnu jarðfalli. Auðveldast er að komast inn í það að norðanverðu.

Kápuhellir hefur jafnan verið staðsettur uppi í Laufhöfðahrauninu. Í örnefnalýsngum er hann staðsettur „í brúninni inni á hrauni þessu“. Aðalheimildin um Kápuhelli er örnefnalýsingar, upphaflega skráðar af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Laufhöfðahraun er lítið hraun í Hrútagjárdyngjuhrauni, eldra en 2400 ára.

Skjólin eru tvö, hlið við hlið og annað í raun hellir.

Kápuskjól