Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir m.a.: „Þar suður og upp af (Bekkjaskúta/fjárskjól) er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita“.
Steinkirkja dregur ekki nafn sitt af engu. Hún er stakt sprungið hraunhveli í annars grónu hrauninu norðan hraunlænu Eldra-Afstapahrauns. Í sprungunni er steinn er líkist predikunarstól. Engar skráðar sagnir eru um tilvist álfa tengda kirkjunni en líklegt verður að telja að þær hafi verið til í munnmælum fyrrum.
Fjárskjólið norðan undir hólnum er rúmgott með veglegri fyrirhleðslu.
Leave A Comment