Norðan undir Sigurðarhæð, vestan Straums og sunnan Óttarsstaða, var Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Ekki langt suður af Glaumbæ er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla nokkur er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við tímabundið í hellisskútum sem þessum hellum. Við munnann eru leifar gerðis.

Suðvestur af skútanum er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun augljóslega hafa verið stöðull og nátthagi fyrir kýr.