Nú er komin út 2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar en fyrsta útgáfan kom út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um páskana í fyrra og var ætlað að vera krydd í tilveruna fyrir þá fjölmörgu sem ákváðu að ganga um bæinn þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á.

Í honum eru 15 áhugaverðir staðir á einhvern hátt og góðir staðir til að koma við á í gönguferðum um bæinn. Leikurinn er í vefútgáfu og auðvelt er að nýta snjallsíma til að lesa fróðleiksmola um staðina en fjöldi mynda eru birtar til að sýna staðina fyrr og nú.

Þátttakendur eru hvattir til að njóta og mega gjarnan bæta við fróðleik og koma með ábendingar.

Skotbyrgið ofan byggðarinnar í Áslandi 3

Allar upplýsingar á vefnum

Allt sem þarf er snjallsími og að smella á þennan tengil: https://ratleikur.fjardarfrettir.is/…/litli-ratleikur-2021

Svo má líka prenta út og hafa með sér á göngu.

Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur leikinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ – Heilsubæinn Hafnarfjörð en fyrirtækið hefur gefið út hinn vinsæla Ratleik Hafnarfjarðar undanfarinn rúman áratug.

Hleðslur gamla Krýsuvíkurvegar