Vinnsla á Ratleik Hafnarfjarðar 2020 er í fullum gangi en í ár leiðir leikurinn þátttakendur vítt og breitt um bæjarlandið og til nágranna okkar einnig í Garðabæ.
Landamerki, fjárborgir, stríðsminjar, jarðmyndanir, regagildra, sel, skúti og fleira verður meðal þess sem þátttakendur munu koma að sem og magnað jarðfall sem er eins og trekt í laginu.
Stutt er í að farið verði með merki út og vonandi næst að setja kortið í prentun fyrir mánaðarmótin svo leikurinn geti hafist í byrjun júní.
Sjá nánar um leikinn hér.
Leave A Comment