Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, „liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel (varðan sú er áberandi utan í hraunhól við landamerkjagirðinguna skammt austan við austasta stekkinn í selinu). Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár (eru reyndar fjórar) aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali er klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.“
Leave A Comment