„Efst í Óttarsstaðalandi, dálítinn spöl suðaustur af Búðarvatnsstæði, er allmikið jarðfall, sem nefnist Sauðabrekkugjá. Hún liggur frá suðvestri til norðausturs, og er hár barmur að norðanverðu, en lágt að sunnan. Hrafninn verpir oft í norðurbarminum. Gras er í botninum og að sunnanverðu við gjána. Stóra-Sauðabrekka er sunnan gjárinnar, en Litla-Sauðabrekka norðan hennar. Mosar eru kallaðir í hrauninu rétt sunnan gjárinnar. Krýsuvíkurmörkin liggja yfir þá. Aðeins sunnan við gjána og vestan við Stóru-Sauðabrekku eru Sauðabrekkuskjól við Sauðabrekkuhella. Þaðan er stutt vestur í Markhelluhól. Í honum er klöpp, sem nefnist Markhella, og eru klappaðir i hana stafirnir Ótta., Hvass., Krv. Er þetta hornmark á milli Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur.“
Sauðabrekkuskjólið hefur greinilega verið ætlað smölum fyrrum til að grípa til í misjöfnum veðrum fjarri öllu nærtæku; gólfið er flórað og hella er lögð yfir glugga.
Leave A Comment