Í örnefnalýsingu fyrir Setberg segir m.a.: „Landamerkjalínan liggur hér upp á hraunið, sem nefnist Gráhelluhraun, og er nú tunga þessi öll undir umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hraunið er kennt við stóran stein, Gráhellu; við hana vestanverða eru Gráhellutættur eftir stekk eða fjárhús. Úr Gráhellu liggur línan í Setbergssel. Selvogsgatan liggur áfram suður frá Svínholti að Setbergshlíð, ýmist við hlíðina eða út á hrauninu, þar til kemur að Háanefi innst á hlíðinni, og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Kethellir, Kershellir og Kjöthellir.“
Leave A Comment