Leynir eða Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er Bruninn. Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar og Þorbjarnarstaða í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) upp með Brunahorninu. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum.

Skolphreinsistöð er nú ofan við Þórðarvík. Sjá má vörðu ofan Reykjanesbrautar enn í dag; Háuvörðu. Hún var (er) á fyrrnefndum landamerkjum.

Í Leynidali lá Leynisstígur yfir Brunann frá Þorbjarnarstöðum ofan við Gerði. Fé sótti þangað yfir svo hlaðin voru þar smalaskjól, eitt á klettastandi og annað í hraunsprungu, sem sjá má enn í dag.

Mikil hætta er á að skjólið verði skemmt er byggt verður á lóðinni en þessarar fornminjar er ekki getið í deiliskipulagi fyrir svæðið.

Horft upp í smalaskjólið