About gudni

This author has not yet filled in any details.
So far gudni has created 92 blog entries.

Ratleikur Hafnarfjarðar 2021 hefst í næstu viku

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesi. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir fyrri hraun. Hraun rann til sjávar við Straumsvík á sögulegum tíma og byggðin á Völlum og sunnan Hvaleyrar eru því á [...]

1. Bali – Búrfellshraun

Bali er nú austasti bærinn í Garðahverfi í Garðabæ. Balavarðan, fremst á hraunstrandarbrúninni, markar skil Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fyrrum náði þó Garðahreppur yfir allan Hafnarfjörð, allt að Hvassahrauni í vestri. Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði ofan Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði [...]

2. Víðistaðir – Búrfellshraun

Víðistaðir er óbrennishólmi í Hafnarfirði, umlukin Búrfellshrauninu, sem rann frá Búrfelli fyrir um 8000 árum. Til er skemmtileg þjóðsaga um tilurð þess að hraun rann ekki yfir Víðistaðatún sem má lesa í ítarupplýsingum á vef Ratleiksins. Hins vegar hefur þarna verið eyja sem hraunið hefur runnið í kringum en jarðvegurinn fokið í burtu og lækkað. [...]

3. Klettahraun – Búrfellshraun

Klettahraun er hluti Garðahrauns. Í Klettahrauni eru álfaborgir, skv. heimildum, og ber því að umgangast það með varfærni. Þrátt fyrir byggð svæði í og ofan Hafnarfjarðar hafa skipulagsyfirvöld jafnan reynt að gæta þess að varðveita einstakar hraunmyndanir, líkt og finna má í Klettahrauni. Annað dæmi um slíkt er Hellisgerði. Hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist [...]

4. Hraun við Ástjörn – Eldra Hellnahraun

Eldra Hellnahraunið, sem lokar af Ástjörnina til vesturs, rann fyrir um 2200 árum. Nánast allt Vallahverfið í Hafnarfirði er byggt á þessu hrauni. Ofan þess er Yngra Hellnahraunið, um 1100 ára. Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið. [...]

5. Ásfjall – Ísaldarhraun

Ásfjall er hæsti hluti móbergsfjallaklasa ofan Hafnarfjarðar. Neðri hluti þess er úr móbergi en á toppi þess er hraunhetta. Móbergið myndaðist undir jökli á síðasta jökulskeiði en hraunhettan eftir að gosið náði upp úr ísaldajöklinum. Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: „Fyrir meira en 10.000 árum [...]

6. Dalurinn – Eldra Hellnahraun

Dalurinn er lægð norðan Hamraness, að hluta til orpinn um 2200 ára hrauni. Um „Dalinn“ segir Gísli Sigurðsson m.a. í Örnefnalýsingu sinni um Ás: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú [...]

7. Hraun við Þórðarvík – Eldra Hellnahraun

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við Brunann [Kapelluhraun/Nýjahraun]. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir.“ Hraunið er um 2200 ára gamalt. Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, [...]

8. Leynir – Hrútagjárdyngja

Leynir eða Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er Bruninn. Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar og Þorbjarnarstaða í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) [...]

Go to Top