gudni

About gudni

This author has not yet filled in any details.
So far gudni has created 150 blog entries.

1 – Greni

Húsið Eyrarhraun var byggt ofan Langeyrar árið 1904 af Engilráð Kristjánsdóttur og Sigurjóni Sigurðarsyni. Íbúðarhúsið brann vegna íkveikju árið 2005, en hafði áður staðið mannlaust í eitt ár. Varða er á kletti í hrauninu skammt frá þar sem bærinn stóð til minningar um fólkið sem þar bjó og/eða ólst upp. Sunnar eru miklir hlaðnir grjótgarðar. [...]

2 – Gata

Áður fyrr var sjaldan talað um götur þegar leiðir voru annars vegar, miklu fremur stíga og traðir. Leiðir að einstökum kirkjum voru þó taldar til gatna, sbr. „kirkjugata“. Vegir komu síðan til sögunnar við gerð vagnvega seint á 19. öld. Frá Hafnarfirði lá Garðavegur, kirkjuvegur Hafnfirðinga, út að Garðakirkju, eða allt þangað til kirkjur (Fríkirkjan [...]

3 – Fura

Í Stekkjarhrauni, einu af Búrfellshraununum, hafa einstaklingar plantað greni og furu, einkum nyrst og næst gömlu byggðinni, sem í fyrstu voru einungis sumarbústaðir. Tré hafa síðan sáð sér um nágrennið. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Hraunið tekur nafn sitt af stekk nyrst [...]

4 – Stekkur

Í Hádegisskarði milli Grísaness og Ásfjallsaxlar er stekkur frá Ási. Stekkir voru yfirleitt tvískiptir, hlaðnir úr grjóti. Í þeim var ám og lömbum haldið fráskildum á meðan á mjöltum stóð. Áður fyrr voru ær mjólkaðar í seljum, en í lok 19. aldar færðust þau búverk heim á bæ. Víða má sjá stekki nálægt gömlum bæjum [...]

5 – Lerki

Fyrstu trén voru gróðursett í Gráhelluhrauni, eitt af Búrfellshraununum, 27. maí 1947. Fyrsta sumarið var 2.300 trjáplöntum plantað í hrauninu. Í námunda við minningarskjöld um Guðmund Þórarinsson kennara og skógræktarfrömuð má sjá há furu- og grenitré. Í norður frá steininum, sem skjöldurinn er festur á, má einnig sjá fallegt lerkitré. Lerki (Larix), áður kallað lævirkjatré [...]

6 – Skógur

Hákon Bjarnason (13. júlí 1907 - 16. apríl 1989) var skógræktarstjóri frá 1. mars 1935 til 30. júní 1977. Um miðjan sjötta áratuginn var Vatnshlíð norðvestan Hvaleyrarvatns lítið annað en berangurslegir grágrýtismelar með einstaka, ofbeittum rofabörðum, þegar Hákon Bjarnason fékk úthlutað gróðursetningarlandi þar árið 1955, sem er rétt um 8 ha að stærð. Hvergi var [...]

7 – Varða

Á Bleiksteinshálsi er varða. Þetta er landamerkjavarða milli Hvaleyrar, Áss og Jófríðarstaða. Frá henni liggur línan til austurs í vörðu á Miðhöfða. Þannig verður Hvaleyrarsel sunnan Hvaleyrarvatns í landi Hvaleyrar, Ássel skammt austar í landi Áss og Jófríðarsel í Húshöfða í landi Jófríðarstaða. Flóknara er það nú ekki - nema ef vera skyldi staðsetning vörðunnar [...]

8 – Mosi

Byggðin á Ásvallasvæðinu stendur á Hellnahraununum. Hraunin runnu frá hlíðunum austan Lönguhlíða með þúsund ára millibili. Hið yngra er um 1200 ára. Ofan Valla nefnist hraunið Selhraun - langleiðina upp að Snókalöndum gegnt Brunntorfum. Það var á síðustu öld notað fyrir fiskhjalla, auk þess sem því hefur á síðustu áratugum að hluta verið spillt af [...]

9 – Reynir

Reynivið má sjá víða í hraunum í og við Hafnarfjörð, einkum þar sem fræ ná rótum í jarðföllum og sprungum. Hafnarfjarðarhraunin runnu frá Búrfelli fyrir u.þ.b. 8000 árum. Skjólsæl svæði, s.s. Hellisgerði, Víðistaðir og í Hleinum hafa fóstrað ófáa græðlingana. Reyniviður er fyrsta tréð sem Íslendingar ræktuðu, þeir gróðursettu reynisfræ við bæi sína allt frá [...]

10 – Fjárskjól

Undir Stórhöfða, skammt vestan við Stórhöfðastíg er heillegt fjárskjól í Selhrauninu. Fjárskjól þetta hefur enn ekki ratað inn í fornleifaskráningu Hafnarfjarðar. Það er í landi Hvaleyrar og hefur væntanlega tengst minjunum umhverfis Hvaleyrarsel, s.s. stekkjum o.fl., sem þar eru á og við Selhöfða og í Seldal. Líklegt má telja að skjól þetta hafi verið nýtt [...]

Go to Top