Fréttir

Nýr einfaldur ratleikur við Hvaleyrarvatn

Settur hefur verið upp 9 merkja ratleikur fyrir krakka á öllum aldri við Hvaleyrarvatn. Þetta er einfaldur ratleikur með vísbendingum á hverjum stað sem leiða þátttakendur að næst merki. Merkin eru fest á staura og því auðvelt að finna. Markmið með leiknum er að hvetja til göngu í kringum vatnið um leið og fræðst er [...]

Þjóðsögur og ævintýri er þema Ratleiks Hafnarfjarðar 2024

Nú er Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 í vinnslu en þemað í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust [...]

Uppskeruhátíð 28. september

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar verður í aðalsal Hafnarborgar á fimmtudaginn kl. 18.30. Þar gerum við upp leikinn, sýnum myndir og veitum verðlaun í öllum þremur flokkunum. Svo drögum við út fjölbreytta vinninga en allir sem hafa skilað inn og mæta geta átt von á útdráttarverðlaunum. Veðrið hefur verð frábært í sumar og greinilega mikil þátttaka í [...]

Ratleikurinn 2023 er hafinn!

Ratleikskortin eru komin í prentun og má nú þegar fá í Fjarðarkaupum, Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundstöðum, N1 Lækjargötu, Ásvöllum og víðar. Sem fyrr eru 27 merki sem þátttakendur fá allt sumarið til að finna og um leið njóta verunnar í upplandi Hafnarfjarðar og reyndar inni í bænum. Leikurinn leiðir fólk að ýmsum minjum um mannvist, á [...]

Aldrei hafa svona margir klárað Ratleikinn — Ísold Marín er Þrautakóngur ársins

Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar. Aldrei fyrr í 26 ára sögur Ratleiksins hafa svona margir klárað allan leikinn. Ísold Marín Haraldsdóttir, Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar fékk Scarpa gönguskó frá [...]

Uppskeruhátíðin 6. október

Uppskeruhátíð 25. Ratleiks Hafnarfjarðar verður í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 6. október kl. 18.15. Farið verður yfir leikinn og nokkrar myndir sýndar. Þátttakendur geta send inn bestu myndina sína á gudni@hhus.is í síðasta lagi 30. september! Verðlaunaafhending Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og þrír úr hverjum flokki fá verðlaun. Útdráttarverðlaun Þeir sem mæta á uppskeruhátíðina [...]

Gamlar þjóðleiðir þemað í 25. Ratleik Hafnarfjarðar

Nú er að líða að tímamótun, en í byrjun júní fer af stað 25. Ratleikur Hafnarfjarðar. Í ár er þemað Gamlar þjóðleiðir sem leiðir þátttakendur inn á gönguleiðir sem íbúar gengu til sinna verka fyrr á öldum. Enn má sjá marka fyrir leiðunum á mörgum stöðum en á öðrum stöðum eru leiðirnar horfnar; vegna gróðurs, [...]

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að [...]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2021 hefst í næstu viku

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesi. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir fyrri hraun. Hraun rann til sjávar við Straumsvík á sögulegum tíma og byggðin á Völlum og sunnan Hvaleyrar eru því á [...]

Go to Top