Fréttir

Nýr Jólaratleikur

Jólaratleikur Hafnarfjarðar er nýjasti ratleikurinn í Hafnarfirði og gerður að beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Smelltu á og sæktu Jólasveinar listamannsins Jean Antoine Posocco hafa prýtt miðbæ Hafnarfjarðar frá 2014. Hann gerði fyrstu skissurnar af jólasveinunum árið 2002 og komu þeir út í bók árið 2005. Ratleikurinn gengur út á að skanna QR kóða á límmiða sem er á hverjum ljósastaur sem jólasveinarnir eru á. Það leiðir fólk á síðu þar sem er stutt frásögn af viðkomandi sveini og lausnarstafur. Staurarnir með jólalsveinunum, Jólakettinum og Grýlu og Leppalúða eru 15 og því 15 lausnarstafir sem mynda lausnarorðið. 15. merkið leiðir þátttakendur á síðu þar sem lausnarorðið er ritað inn ásamt upplýsingum um þátttakandann. Dregið verður svo úr réttum lausnum og verðlaun verða veitt á Þorláksmessu þar sem allir þátttakendur fá Prins Polo. Leikurinn er hannaður af Guðna Gíslasyni hjá Hönnunarhúsinu ehf., útgefanda Fjarðarfrétta, fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð. Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja [...]

Uppskeruhátíðin verður 2. október

Nú fer að líða að síðasta skiladegi á úrlausnum úr Ratleik Hafnarfjarðar 2024. Lokadagurinn er 24. september og má skila í Ráðhúsinu v/ Strandgötu (má setja í bréfalúgu). Munið að það þarf aðeins að vera búið að finna 9 staði til að geta skilað og átt möguleika á vinningi en að sjálfsögðu keppast allir við að skila inn úrlausnum með sem flestum stöðum. Klippið úrlausnirnar út af kortinu, klippilínur eru vel merktar. Þetta hjálpar til að vinna úr úrlausnum. Uppskeruhátíðin verður í aðalsal Hafnarborgar miðvikudaginn 2. október og hefst kl. 18.30. Reiknað er með að hún standi í um klukkustund. Eins og venjulega verður farið yfir Ratleikinn, vinningar veittir og gestum gefst kostur á að segja frá reynslu sinni og upplifun. Hafnarfjarðarbær býður upp á heilsusamlega hressingu. Þrír vinningar verða veittir í hverjum flokki Frá uppskeruhátíðinni 2023. Þeir sem ljúka leiknum geta átt von á vinningum en þrír vinningar eru veittir í hverjum flokki. Allir vinningar eru [...]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 er hafinn

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust. Ratleikskortin eru komin úr prentun og má fá án endurgjalds á eftirtöldum stöðum: Fjarðarkaupum Bókasafni Hafnarfjarðar Ráðhúsinu Bensínstöðvum N1 Suðurbæjarlaug Ásvallalaug Sundhöll Hafnarfjarðar og víðar Þó nokkur merki eru innanbæjar eða örstutt frá byggð og því ættu allir að geta tekið þátt. Leikurinn stendur til 24. september svo nægur tími er til stefnu og þátttakendur eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og skoða vel umhverfið á leiðinni. Til að skila inn lausnum þarf minnst að vera búið að finna 9 merki en dregið er úr öllum innsendum lausnum og fjöldi vinninga í boði. Léttfeti: 9 merki Göngugarpur: 18 merki Þrautakóngur: 27 merki [...]

Nýr einfaldur ratleikur við Hvaleyrarvatn

Settur hefur verið upp 9 merkja ratleikur fyrir krakka á öllum aldri við Hvaleyrarvatn. Þetta er einfaldur ratleikur með vísbendingum á hverjum stað sem leiða þátttakendur að næst merki. Merkin eru fest á staura og því auðvelt að finna. Markmið með leiknum er að hvetja til göngu í kringum vatnið um leið og fræðst er um umhverfið, jafnvel svo að það veki forvitni um fleira sem finna má á svæðinu. Leikurinn er settur upp af Hönnunarhúsinu ehf. að beiðni Hafnarfjarðarbæjar og mun leikurinn standa áfram. Hægt er að skoða nánar um staðin í ratleiknum hér. Merki sett niður í Riddaralundi.  

Þjóðsögur og ævintýri er þema Ratleiks Hafnarfjarðar 2024

Nú er Ratleikur Hafnarfjarðar 2024 í vinnslu en þemað í ár er „þjóðsögur og ævintýri“. Ómar Smári Ármannsson, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust :) Bíðið spennt og bíðið eftir nánari upplýsingum!

Uppskeruhátíð 28. september

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar verður í aðalsal Hafnarborgar á fimmtudaginn kl. 18.30. Þar gerum við upp leikinn, sýnum myndir og veitum verðlaun í öllum þremur flokkunum. Svo drögum við út fjölbreytta vinninga en allir sem hafa skilað inn og mæta geta átt von á útdráttarverðlaunum. Veðrið hefur verð frábært í sumar og greinilega mikil þátttaka í leiknum. Fólk hefur ekki látið hindranir aftra sér og staðfesta margra við að finna merkin hefur verið aðdáunarverð. Við hlökkum til að hitta ykkur og heyra í ykkur á fimmtudaginn. Takk Vert er að þakka öllum sem styrkt hafa leikinn og hafa gefið verðlaun en það eru: Sundlaugar Hafnarfjarðar Fjallakofinn M Design Von mathús Fjarðarkaup Altis Gróðrarstöðin Þöll Burger-inn Músik og sport Ban Kúnn Krydd Tilveran Rif Píluklúbburinn Gormur.is Snjóís Styrktaraðilar: Hafnarfjarðarbær Rio Tinto Ferlir.is HS Veitur H-berg Landsnet Altis Fjarðarkaup Gormur.is Fjarðarfréttir

Ratleikurinn 2023 er hafinn!

Ratleikskortin eru komin í prentun og má nú þegar fá í Fjarðarkaupum, Bókasafninu, Ráðhúsinu, sundstöðum, N1 Lækjargötu, Ásvöllum og víðar. Sem fyrr eru 27 merki sem þátttakendur fá allt sumarið til að finna og um leið njóta verunnar í upplandi Hafnarfjarðar og reyndar inni í bænum. Leikurinn leiðir fólk að ýmsum minjum um mannvist, á áhugaverða náttúrustaði og víðar og markmiðið er að fólk njóti útiverunnar og um leið læri á okkar glæsilega umhverfi. Á Ratleikskortunum er fróðleikur um staðina og það sem þeir vekja athygli á og ítarlegri lýsingar eru hér á síðunni undir Ratleikur 2023. Það er Ómar Smári Ármannsson, mikill áhugamaður um Reykjanesskagann og sögu þess sem tekur saman fróðleikinn en Ómar heldur úti fróðleiksvefnum www.ferlir.is þar sem má finna óhemju mikinn fróðleik um Reykjanesskagann og ekki síst umhverfi Hafnarfjarðar. Ratleikskortið er frítt og þátttakendur hvattir til að merkja sér það strax og skrá svo niður tölur og stafi af þeim ratleiksmerkjum sem þeir finna. Leikurinn [...]

Aldrei hafa svona margir klárað Ratleikinn — Ísold Marín er Þrautakóngur ársins

Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar. Aldrei fyrr í 26 ára sögur Ratleiksins hafa svona margir klárað allan leikinn. Ísold Marín Haraldsdóttir, Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Leikurinn hófst í byrjun júní og stóð til 26. september. 27 ratleiksmerkjum er komið fyrir, sumum í eða við byggðina í Hafnarfirði en flestum þó í víðfeðmu upplandi bæjarins og  jafnvel út fyrir það. Prentað var vandað loftmyndakort þar sem götur og gönguslóðar eru merktar inn á og staðsetning ratleiksmerkjanna. Þátttakendur hafa svo það verkefni að finna bestu leiðina að merkjunum og stundum þarf nokkrar tilraunir til að finna merkin. Kortin lágu frammi víða í bænum en lang flest kortin voru sótt í Fjarðarkaup. Sex þúsund sinnum komið að ratleiksstað í sumar! Hleðslur og hlaðnar götur vestan Hjallabrautar þar sem eitt [...]

Uppskeruhátíðin 6. október

Uppskeruhátíð 25. Ratleiks Hafnarfjarðar verður í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 6. október kl. 18.15. Farið verður yfir leikinn og nokkrar myndir sýndar. Þátttakendur geta send inn bestu myndina sína á gudni@hhus.is í síðasta lagi 30. september! Verðlaunaafhending Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og þrír úr hverjum flokki fá verðlaun. Útdráttarverðlaun Þeir sem mæta á uppskeruhátíðina geta svo átt von á útdráttarverðlaunum (max. ein verðlaun á hvern). Fjölmargir vinningar. Léttar veitingar.Munið að skila inn úrlausnum í Ráðhús Hafnarfjarðar í síðasta lagi 25. september.

Gamlar þjóðleiðir þemað í 25. Ratleik Hafnarfjarðar

Nú er að líða að tímamótun, en í byrjun júní fer af stað 25. Ratleikur Hafnarfjarðar. Í ár er þemað Gamlar þjóðleiðir sem leiðir þátttakendur inn á gönguleiðir sem íbúar gengu til sinna verka fyrr á öldum. Enn má sjá marka fyrir leiðunum á mörgum stöðum en á öðrum stöðum eru leiðirnar horfnar; vegna gróðurs, þar sem gönguleiðir dreifðust og svo vegna jarðvegsrofs. Sem fyrr er það Ómar Smári Ármannsson, sem safnað hefur ómældum fróðleik um Reykjanesið, sem skrifar fróðleiksmola um staðina og á hann ómældar þakkir skildar fyrir hans mikla framlag til ratleiksins. Rio Tinto á Íslandi er aðalstyrktaraðili leiksins að þessu sinni en leikurinn er sem fyrr gefinn út í góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ sem styrkir útgáfu hans, sem og ýmis fyrirtæki sem gefa vinninga og auglýsa á kortinu. Fylgist með, vinna er í fullum gangi við að koma leiknum á laggirnar og stutt í að merking verði sett á sína staði.

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að merkjunum. Mynd af merki í Dauðadalahellum en merkið hvarf rétt fyrir lok leiksins. - Ljósmynd: þátttakandi Í ár var þemað hraun og hraunmyndanir enda áhuginn mikill núna fyrir hraunum á Reykjanesi í ár. Metþátttaka var í ár og til marks um það skiluðu 223 inn lausnum en fjölmargir skila ekki inn lausnum þó þeir taki þátt árlega. Þeir sem skila inn lausnum eiga kost á að vinna til verðlauna, Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar er útnefndur en dregið er úr hópi þeirra sem hafa fundið öll 27 merkin, 18 merki og 9 merki. Tveir í hverjum flokki fá svo aukaverðlaun. Keppendur [...]

Hraun er þema leiksins í ár

Hinn vinsæli Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 24. sinn. Stendur hann yfir fram í september en hann gengur út á að þátttakendur fá vandað ratleikskort þar sem merktir eru inn á 27 staðir, vítt og breytt í bæjarlandinu. Þeir hafa svo allt sumarið til að leita að þessum stöðum en áberandi ratleiksmerki er á stöðunum. Sum merkjanna eru inni í bænum og önnur í bæjarlandinu og jafnvel út fyrir það í einstaka tilfellum. Leikurinn er kjörin leið til að kynnast bæjarlandinu sem er svo fjölbreytt og hefur að geyma söguna, fjölbreytt náttúrufar og dýralíf. Fróðleikspunktar eru á kortinu og enn ítarlegri á vefsíðu leiksins, ratleikur.fjardarfrettir.is en Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur og leiðsögumaður hefur tekið þá saman. Hefur hann veitt ómetanlega aðstoð við gerð leiksins undanfarin ár en fáir þekkja sögu Reykjanesskagans betur en hann. Fjöldi vinninga Leikurinn stendur til 20. september en allir sem skila inn lausnum og mæta á uppskeruhátíð leiksins eiga möguleika á flottum útdráttarvinningum. Allir eru [...]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2021 hefst í næstu viku

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesi. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir fyrri hraun. Hraun rann til sjávar við Straumsvík á sögulegum tíma og byggðin á Völlum og sunnan Hvaleyrar eru því á hrauni sem runnið hefur eftir að land byggðist. Ratleikskortið hefur verið sent í prentsmiðju og er því væntanlegt í næstu viku. Búið er að leggja út flest merkin og verðu þeirri vinnu lokið um helgina. Ratleikurinn er unninn af Hönnunarhúsinu ehf. og hefur Guðni Gíslason lagt leikinn og notið við það góðrar aðstoðar Ómars Smára Ármannssonar, fornleifafræðings, sem heldur úti fróðleiksvefnum ferlir.is Leikurinn er sem fyrr gefinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ en fjölmargir hafa styrkt útgáfu leiksins með auglýsingum og vinningum sem eru fjölmargir. Upplýsingar um staðina og myndir eru þegar komnar hér á vefinn. Ratleikskortið sem er frítt að vanda mun liggja [...]

2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar komin út

Nú er komin út 2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar en fyrsta útgáfan kom út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um páskana í fyrra og var ætlað að vera krydd í tilveruna fyrir þá fjölmörgu sem ákváðu að ganga um bæinn þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á. Í honum eru 15 áhugaverðir staðir á einhvern hátt og góðir staðir til að koma við á í gönguferðum um bæinn. Leikurinn er í vefútgáfu og auðvelt er að nýta snjallsíma til að lesa fróðleiksmola um staðina en fjöldi mynda eru birtar til að sýna staðina fyrr og nú. Þátttakendur eru hvattir til að njóta og mega gjarnan bæta við fróðleik og koma með ábendingar. Skotbyrgið ofan byggðarinnar í Áslandi 3 Allar upplýsingar á vefnum Allt sem þarf er snjallsími og að smella á þennan tengil: https://ratleikur.fjardarfrettir.is/.../litli-ratleikur-2021 Svo má líka prenta út og hafa með sér á göngu. Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur leikinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ – Heilsubæinn [...]

Sigurvegarar í Ratleik Hafnarfjarðar 2020

Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 lauk 21. september sl. Í ár var uppskeruhátíðin með óhefðbundnu sniði, send út á Facebook sl. fimmtudag. Þar var leikurinn kynntur með myndum og hann gerður upp að venju. Dregið var úr innsendum lausnum í hverjum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum þeirra. Þar að auki var dregið um 14 glæsileg útdráttarverðlaun sem gefin voru af fyrirtækjum og stofnunum. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar Alls skiluðu 98 einstaklingar inn lausnum og höfðu fundið öll ratleiksmerkin 27. Tveir þessara gerðu sér lítið fyrir að kláruðu leikinn á einum degi og mældist gönguferð þeirra um 62 km. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Guðmundur Gunnarsson, Hringbraut 2B. Fékk hann að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður. 2. sæti: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35. – fékk hún að launum Bose Home 500 Wifi snjallhátalara frá Origo. 3. sæti: Einar Ólafsson, Lyngbergi 25 – fékk hann að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Elísa Björg Ágústsdóttir, Sævangi 47. Fékk hún að launum [...]

23. Ratleikur Hafnarfjarðar í undirbúningi

Vinnsla á Ratleik Hafnarfjarðar 2020 er í fullum gangi en í ár leiðir leikurinn þátttakendur vítt og breitt um bæjarlandið og til nágranna okkar einnig í Garðabæ. Landamerki, fjárborgir, stríðsminjar, jarðmyndanir, regagildra, sel, skúti og fleira verður meðal þess sem þátttakendur munu koma að sem og magnað jarðfall sem er eins og trekt í laginu. Stutt er í að farið verði með merki út og vonandi næst að setja kortið í prentun fyrir mánaðarmótin svo leikurinn geti hafist í byrjun júní. Sjá nánar um leikinn hér. Helgafell

Nýr einfaldur, frír ratleikur fyrir almenning í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman í samkomubanninu og gefið út Litla Ratleik í fyrsta sinn. Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Var opnað fyrir leikinn formlega á Hamrinum í dag. Þessi nýi ratleikur er með 15 stöðum til að byrja með og eina sem þarf er snjallsími eða spjaldtölva til að hafa með sér og smella á linkinn ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar og fylgja leiðbeiningum í texta og á myndum. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #LitliRatleikur Leikurinn er gerður að beiðni Hafnarfjarðarbæjar en Guðni Gíslason, ritstjóri og skáti, hefur lagt leikinn en hann hefur lagt Ratleik Hafnarfjarðar frá 2007. Markmið leiksins er að leiða þátttakendur vítt og breitt um Hafnarfjörð á tímum samkomubanns og hvatning til íbúa að njóta útivistar og náttúrunnar í heimabyggð um páskana. Stýrihópur Heilsubæjarins Hafnarfjarðar hvetur bæjarbúa til að taka þátt í nýjum og skemmtilegum ratleik í og [...]

Ný vefsíða Ratleiks Hafnarfjarðar

Með þessari heimasíðu er í raun sett upp fyrsta vefsíðan fyrir Ratleik Hafnarfjarðar en notast hefur verið við bloggsíðuna www.ratleikur.blog.is hingað til. Það eru Fjarðarfréttir, fréttavefur Hafnfirðinga, sem hýsir þessa síðu og verður aukið við hann eins og með þarf. Auk síðunnar er Ratleikurinn með Facebook síðu, Facebook.ratleikur.is og sér Facebook hóp fyrir þátttakendur.

Go to Top