Gamlar þjóðleiðir þemað í 25. Ratleik Hafnarfjarðar

Nú er að líða að tímamótun, en í byrjun júní fer af stað 25. Ratleikur Hafnarfjarðar. Í ár er þemað Gamlar þjóðleiðir sem leiðir þátttakendur inn á gönguleiðir sem íbúar gengu til sinna verka fyrr á öldum. Enn má sjá marka fyrir leiðunum á mörgum stöðum en á öðrum stöðum eru leiðirnar horfnar; vegna gróðurs, [...]

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að [...]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2021 hefst í næstu viku

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesi. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir fyrri hraun. Hraun rann til sjávar við Straumsvík á sögulegum tíma og byggðin á Völlum og sunnan Hvaleyrar eru því á [...]

2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar komin út

Nú er komin út 2021 útgáfa af Litla Ratleik Hafnarfjarðar en fyrsta útgáfan kom út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um páskana í fyrra og var ætlað að vera krydd í tilveruna fyrir þá fjölmörgu sem ákváðu að ganga um bæinn þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á. Í honum eru 15 áhugaverðir staðir á einhvern hátt og [...]

Sigurvegarar í Ratleik Hafnarfjarðar 2020

Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 lauk 21. september sl. Í ár var uppskeruhátíðin með óhefðbundnu sniði, send út á Facebook sl. fimmtudag. Þar var leikurinn kynntur með myndum og hann gerður upp að venju. Dregið var úr innsendum lausnum í hverjum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum þeirra. Þar að auki var dregið um 14 [...]

23. Ratleikur Hafnarfjarðar í undirbúningi

Vinnsla á Ratleik Hafnarfjarðar 2020 er í fullum gangi en í ár leiðir leikurinn þátttakendur vítt og breitt um bæjarlandið og til nágranna okkar einnig í Garðabæ. Landamerki, fjárborgir, stríðsminjar, jarðmyndanir, regagildra, sel, skúti og fleira verður meðal þess sem þátttakendur munu koma að sem og magnað jarðfall sem er eins og trekt í laginu. [...]

Nýr einfaldur, frír ratleikur fyrir almenning í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman í samkomubanninu og gefið út Litla Ratleik í fyrsta sinn. Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Var opnað fyrir leikinn formlega á Hamrinum í dag. Þessi nýi ratleikur er með 15 stöðum til að byrja með og eina [...]

Ný vefsíða Ratleiks Hafnarfjarðar

Með þessari heimasíðu er í raun sett upp fyrsta vefsíðan fyrir Ratleik Hafnarfjarðar en notast hefur verið við bloggsíðuna www.ratleikur.blog.is hingað til. Það eru Fjarðarfréttir, fréttavefur Hafnfirðinga, sem hýsir þessa síðu og verður aukið við hann eins og með þarf. Auk síðunnar er Ratleikurinn með Facebook síðu, Facebook.ratleikur.is og sér Facebook hóp fyrir þátttakendur.

Go to Top