Fréttir

23. Ratleikur Hafnarfjarðar í undirbúningi

Vinnsla á Ratleik Hafnarfjarðar 2020 er í fullum gangi en í ár leiðir leikurinn þátttakendur vítt og breitt um bæjarlandið og til nágranna okkar einnig í Garðabæ. Landamerki, fjárborgir, stríðsminjar, jarðmyndanir, regagildra, sel, skúti og fleira verður meðal þess sem þátttakendur munu koma að sem og magnað jarðfall sem er eins og trekt í laginu. [...]

Nýr einfaldur, frír ratleikur fyrir almenning í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Hönnunarhúsið ehf. hafa tekið höndum saman í samkomubanninu og gefið út Litla Ratleik í fyrsta sinn. Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Var opnað fyrir leikinn formlega á Hamrinum í dag. Þessi nýi ratleikur er með 15 stöðum til að byrja með og eina [...]

Ný vefsíða Ratleiks Hafnarfjarðar

Með þessari heimasíðu er í raun sett upp fyrsta vefsíðan fyrir Ratleik Hafnarfjarðar en notast hefur verið við bloggsíðuna www.ratleikur.blog.is hingað til. Það eru Fjarðarfréttir, fréttavefur Hafnfirðinga, sem hýsir þessa síðu og verður aukið við hann eins og með þarf. Auk síðunnar er Ratleikurinn með Facebook síðu, Facebook.ratleikur.is og sér Facebook hóp fyrir þátttakendur.

Go to Top