11 – Fjárhús á Grísanesflötum
Norðvestan í Grísanesinun, í neshorninu á Grísanesflötum. eru tóftir fjárhúss. Hleðslurnar hafa verið mjög vandaðar og eru nokkuð heillegar og vel varðveitt. Hleðslurnar gætu einnig hafa verið hafðar til annarra nota. Rústir fjárhússins við Grísanes áður en Vellirnir voru byggðir. Friðhelgun fjárhússins hefur nú verið rofin en ekki má raska neinu í 15 m fjarlægð frá fornminjum. Þar er nú fyrirhugað að hafa fótboltavelli. Ekki raska jarðvegi nær fornminjum en 15 m. Hér eru aðeins um 8 m í framkvæmdirnar. En efst í holtinu, ofan við réttina er hlaðin borg, sem nokkuð hefur verið raskað, en enn má þó vel sjá lögun hennar og hleðslur. Leiðigarðar eru út frá borginni til norðurs og vesturs og að inngangi austan hennar. Fjárhúsið hefur verið stórt og vandað. Vestan undir hæðardragi við Grísanes, norðan við göngubrúna, eru tvær tóftir sitt hvoru megin við göngustíginn, sem lagður hefur verið umhverfis Ástjörn. Þá eru einnig hleðslur, rétt sunnan [...]