Ratleikur 2021

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að [...]

1. Bali – Búrfellshraun

Bali er nú austasti bærinn í Garðahverfi í Garðabæ. Balavarðan, fremst á hraunstrandarbrúninni, markar skil Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fyrrum náði þó Garðahreppur yfir allan Hafnarfjörð, allt að Hvassahrauni í vestri. Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði ofan Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði [...]

2. Víðistaðir – Búrfellshraun

Víðistaðir er óbrennishólmi í Hafnarfirði, umlukin Búrfellshrauninu, sem rann frá Búrfelli fyrir um 8000 árum. Til er skemmtileg þjóðsaga um tilurð þess að hraun rann ekki yfir Víðistaðatún sem má lesa í ítarupplýsingum á vef Ratleiksins. Hins vegar hefur þarna verið eyja sem hraunið hefur runnið í kringum en jarðvegurinn fokið í burtu og lækkað. [...]

3. Klettahraun – Búrfellshraun

Klettahraun er hluti Garðahrauns. Í Klettahrauni eru álfaborgir, skv. heimildum, og ber því að umgangast það með varfærni. Þrátt fyrir byggð svæði í og ofan Hafnarfjarðar hafa skipulagsyfirvöld jafnan reynt að gæta þess að varðveita einstakar hraunmyndanir, líkt og finna má í Klettahrauni. Annað dæmi um slíkt er Hellisgerði. Hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist [...]

4. Hraun við Ástjörn – Eldra Hellnahraun

Eldra Hellnahraunið, sem lokar af Ástjörnina til vesturs, rann fyrir um 2200 árum. Nánast allt Vallahverfið í Hafnarfirði er byggt á þessu hrauni. Ofan þess er Yngra Hellnahraunið, um 1100 ára. Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið. [...]

5. Ásfjall – Ísaldarhraun

Ásfjall er hæsti hluti móbergsfjallaklasa ofan Hafnarfjarðar. Neðri hluti þess er úr móbergi en á toppi þess er hraunhetta. Móbergið myndaðist undir jökli á síðasta jökulskeiði en hraunhettan eftir að gosið náði upp úr ísaldajöklinum. Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: „Fyrir meira en 10.000 árum [...]

6. Dalurinn – Eldra Hellnahraun

Dalurinn er lægð norðan Hamraness, að hluta til orpinn um 2200 ára hrauni. Um „Dalinn“ segir Gísli Sigurðsson m.a. í Örnefnalýsingu sinni um Ás: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú [...]

7. Hraun við Þórðarvík – Eldra Hellnahraun

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við Brunann [Kapelluhraun/Nýjahraun]. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir.“ Hraunið er um 2200 ára gamalt. Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, [...]

8. Leynir – Hrútagjárdyngja

Leynir eða Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er Bruninn. Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar og Þorbjarnarstaða í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) [...]

9. Þorbjarnarstaðir stekkur – Hrútargjárdyngja

Stekkurinn ofan Þorbjarnarstaða er enn eitt dæmið um hvernig fólkið fyrrum hefur nýtt sér aðstæðurnar í hraununum til sjálfsbjargar. Stekkurinn (þar sem lömbin voru skilin frá mæðrum sínum í sumarbyrjun) er vel hlaðinn grjóti undir háu hraunhveli. Síðar var hlaðinn rétt út frá stekknum, enda stekkstíðin þá liðin undir lok. Skammt frá er Kápuskúti, fyrirhlaðið [...]

Go to Top