Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar
24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að merkjunum. Mynd af merki í Dauðadalahellum en merkið hvarf rétt fyrir lok leiksins. - Ljósmynd: þátttakandi Í ár var þemað hraun og hraunmyndanir enda áhuginn mikill núna fyrir hraunum á Reykjanesi í ár. Metþátttaka var í ár og til marks um það skiluðu 223 inn lausnum en fjölmargir skila ekki inn lausnum þó þeir taki þátt árlega. Þeir sem skila inn lausnum eiga kost á að vinna til verðlauna, Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar er útnefndur en dregið er úr hópi þeirra sem hafa fundið öll 27 merkin, 18 merki og 9 merki. Tveir í hverjum flokki fá svo aukaverðlaun. Keppendur [...]