Nú er að líða að tímamótun, en í byrjun júní fer af stað 25. Ratleikur Hafnarfjarðar.

Í ár er þemað Gamlar þjóðleiðir sem leiðir þátttakendur inn á gönguleiðir sem íbúar gengu til sinna verka fyrr á öldum. Enn má sjá marka fyrir leiðunum á mörgum stöðum en á öðrum stöðum eru leiðirnar horfnar; vegna gróðurs, þar sem gönguleiðir dreifðust og svo vegna jarðvegsrofs.

Sem fyrr er það Ómar Smári Ármannsson, sem safnað hefur ómældum fróðleik um Reykjanesið, sem skrifar fróðleiksmola um staðina og á hann ómældar þakkir skildar fyrir hans mikla framlag til ratleiksins.

Rio Tinto á Íslandi er aðalstyrktaraðili leiksins að þessu sinni en leikurinn er sem fyrr gefinn út í góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ sem styrkir útgáfu hans, sem og ýmis fyrirtæki sem gefa vinninga og auglýsa á kortinu.

Fylgist með, vinna er í fullum gangi við að koma leiknum á laggirnar og stutt í að merking verði sett á sína staði.