• Jófríðarstaðir loftmynd

Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði. Það er Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu hans í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Það er skátinn og ritstjórinn Guðni Gíslason sem leggur leikinn og nýtur þekkingar fróðra manna og má þar sérstaklega nefna Ómar Smára Ármannsson sem heldur úti fróðleiksvefnum www.ferlir.is

Hann er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar, engin ratleiksmerki eru á staðnum eða ratleikskort og hægt er að stunda hann hvenær sem er.

Einfaldur og léttur leikur

Markmið leiksins er að hvetja til útivistar og um leið að fræðast um áhugaverða staði í og við bæinn.

Fyrsti Litli Ratleikur Hafnarfjarðar var gerður vorið 2020 þegar sóttvarnarreglur voru lagðar á sem hömluðu lengri ferðir. Kort, myndir og lýsingar eiga að vísa þátttakendum veginn að áhugaverðum stöðum og auðvelt er að nýta snjallsíma til að skoða upplýsingarnar.

Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir í leiknum og deila á Facebook merkt #LitliRatleikur.

Allar ábendingar um áhugaverða staði og fróðleik eru vel þegnar og má senda á ratleikur(hjá)gmail.com

Tveir leikir en má velja úr báðum

Litli Ratleikur 2020

Litli Ratleikur 2021