Ratleikur 2021

1. Bali – Búrfellshraun

Bali er nú austasti bærinn í Garðahverfi í Garðabæ. Balavarðan, fremst á hraunstrandarbrúninni, markar skil Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fyrrum náði þó Garðahreppur yfir allan Hafnarfjörð, allt að Hvassahrauni í vestri. Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði ofan Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell ofan Garðabæjar. Hraunin nefnast ólíkum nöfnum eftir staðsetningu þeirra eða útliti, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Stekkjahraun, Engidalshraun, Klettahraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Gálgahraun og Balahraun. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur rannsakaði Búrfellshraun (1954) og lét aldursgreina það með geislakoli (1973). Niðurstaðan var að hraunið væri um 8000 ára. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – hann er nú grafinn [...]

By |04. 06. 2121|Flokkar: Ratleikur 2021|Merki: |0 athugasemdir

2. Víðistaðir – Búrfellshraun

Víðistaðir er óbrennishólmi í Hafnarfirði, umlukin Búrfellshrauninu, sem rann frá Búrfelli fyrir um 8000 árum. Til er skemmtileg þjóðsaga um tilurð þess að hraun rann ekki yfir Víðistaðatún sem má lesa í ítarupplýsingum á vef Ratleiksins. Hins vegar hefur þarna verið eyja sem hraunið hefur runnið í kringum en jarðvegurinn fokið í burtu og lækkað. Þjóðsagan um tilurð Víðistaðatúns er á þá leið að smali frá Görðum var látinn gæta fjár á völlunum þar sem nú er Norðurbærinn í Hafnarfirði. Hann var utan við sig og átti til að gleyma sér við dagdrauma og svo var einmitt þegar hraunið rann. Þegar hann loks rankaði við sér hafði eimyrjan þegar lokað leiðinni heim til Garða og [...]

3. Klettahraun – Búrfellshraun

Klettahraun er hluti Garðahrauns. Í Klettahrauni eru álfaborgir, skv. heimildum, og ber því að umgangast það með varfærni. Þrátt fyrir byggð svæði í og ofan Hafnarfjarðar hafa skipulagsyfirvöld jafnan reynt að gæta þess að varðveita einstakar hraunmyndanir, líkt og finna má í Klettahrauni. Annað dæmi um slíkt er Hellisgerði. Hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist í Engidalshraun og Klettahraun sem er líka nefnt Klettar. Allstórir ólivín-dílar eru helsta einkenni Búrfellshrauns en þeir eru fremur sjaldséðir á Reykjanesskaga og koma einkum fyrir í eldri hraunum en eru áberandi í nýja hrauninu í Geldingardölum. Upptakasvæðið er afar sérstakt, einkum fyrir hrauntröðina Búrfellsgjá og ummerki eftir stórar hrauntjarnir norðan (Búrfellsgjá og Selgjá), austan (Lambagjá) og vestan við Kaldársel [...]

4. Hraun við Ástjörn – Eldra Hellnahraun

Eldra Hellnahraunið, sem lokar af Ástjörnina til vesturs, rann fyrir um 2200 árum. Nánast allt Vallahverfið í Hafnarfirði er byggt á þessu hrauni. Ofan þess er Yngra Hellnahraunið, um 1100 ára. Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið. Ofan við Ástjörnina stóðu tveir bæir, Ás og Stekkur. Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna flórgoðavarp, en tegundinni fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er [...]

By |04. 06. 2121|Flokkar: Ratleikur 2021|Merki: |0 athugasemdir

5. Ásfjall – Ísaldarhraun

Ásfjall er hæsti hluti móbergsfjallaklasa ofan Hafnarfjarðar. Neðri hluti þess er úr móbergi en á toppi þess er hraunhetta. Móbergið myndaðist undir jökli á síðasta jökulskeiði en hraunhettan eftir að gosið náði upp úr ísaldajöklinum. Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: „Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli og myndaði Reykjaneskagann í þeirri mynd, sem við þekkjum hann í dag.“ Skotbyrgi á Ásfjalli

6. Dalurinn – Eldra Hellnahraun

Dalurinn er lægð norðan Hamraness, að hluta til orpinn um 2200 ára hrauni. Um „Dalinn“ segir Gísli Sigurðsson m.a. í Örnefnalýsingu sinni um Ás: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn. Hellishraun, svo var hraunið í Hellisdal einnig nefnt.“ Fjárskjólið er í Eldra Hellnahrauni og ágætt dæmi um hvernig fólk fyrrum nýtti sér náttúrulegar aðstæður til skjóls fyrir skepnur sínar. Nú hefur hraunþakið fallið niður, en eftir stendur hlaðinn gangurinn, sem fyrr er minnst á. Niðurfallið er í dag þakið plastdrasli og öðrum úrgangi - dæmigerð afurð nútímafólks, sem [...]

7. Hraun við Þórðarvík – Eldra Hellnahraun

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við Brunann [Kapelluhraun/Nýjahraun]. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir.“ Hraunið er um 2200 ára gamalt. Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, samkvæmt máldaga Hvaleyrarkirkju frá 15. öld, norðurbrún Nýjahrauns milli fjalls og fjöru. Af þessari landareign á hver jörð sitt umgirta tún, en utantúns á Þorbjarnarstaðir 3/4 en Stóri-Lambhagi 1/4.“ (Bréfið dags. í Hafnarfirði 1890.) Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Jón Sigurðsson frá Skollagróf minntist Guðmundar Tjörva Guðmundssonar, sem bjó í [...]

8. Leynir – Hrútagjárdyngja

Leynir eða Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er Bruninn. Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar og Þorbjarnarstaða í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) upp með Brunahorninu. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Skolphreinsistöð er nú ofan við Þórðarvík. Sjá má vörðu ofan Reykjanesbrautar enn í dag; Háuvörðu. Hún var (er) á fyrrnefndum landamerkjum. Í Leynidali lá Leynisstígur yfir Brunann frá Þorbjarnarstöðum ofan við Gerði. Fé sótti þangað yfir svo hlaðin voru þar smalaskjól, eitt á klettastandi og annað í hraunsprungu, sem sjá má enn [...]

9. Þorbjarnarstaðir stekkur – Hrútargjárdyngja

Stekkurinn ofan Þorbjarnarstaða er enn eitt dæmið um hvernig fólkið fyrrum hefur nýtt sér aðstæðurnar í hraununum til sjálfsbjargar. Stekkurinn (þar sem lömbin voru skilin frá mæðrum sínum í sumarbyrjun) er vel hlaðinn grjóti undir háu hraunhveli. Síðar var hlaðinn rétt út frá stekknum, enda stekkstíðin þá liðin undir lok. Skammt frá er Kápuskúti, fyrirhlaðið fjárskjól í gróinni hraunkvos. Ofar er Nátthagi í grónum hraundal. Segja má að fólk hafi kunnað að meta hvaðaneina er skjólgott hraunið umhverfis hafði upp á bjóða fyrrum.

10. Réttarklettar – Hrútagjárdyngja

Réttarklettar eru á millum Lónakots og Hvassahrauns. Þeir eru álitleg klettaborg í annars hlutlausu ofvöxnu hrauni. Augljóst er að þarna hafði Hrútarghárdyngjuhraunið runnið í sjó fram fyrir um 7500 árum síðan og eldur og vatn í sameiningu skapað þau náttúruundur, sem þarna sjást. Umleikis Réttarkletta eru miklar mannvistaleifar. Þarna upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól, og rétt, Nípurétt. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól, sem enn sjást vel. Dæmigerðar aðstæður er fólkið okkar fyrrum nýtti sér hugvitsamlega við náttúrulegar aðstæður - sjálfu sér og afkomendum þeirra til framdráttar. Talið er að undir Réttarklettum hafi kot það er Svínakot nefndist, síðar verið nýtt frá Lónakoti.

11. Draughólshraun

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilegt þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Draughólshraun heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigerð afurð apalhrauns. Líklega hefur varða á brún Draughólshrauns komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðulausu, sem síðar átti eftir að koma í ljós, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið er Hrútagjárdyngjuhraunið. Öskulög í jarðvegi ofan [...]

12. Gjásels- og Fornaselsstígur

Um hraunin ofan Hafnarfjarðar liggur fjöldi stíga. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúru- og/eða minjastaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík, þrátt fyrir að Sveinn Pálsson hafi lýst Reykjanesskaganum í ferðabók sinni seint á 19. öld með eftirfarandi orðum; „Hér er ekkert merkilegt að sjá…“ Selsstígarnir voru jafnan ekki alfaraleiðir, í þeim skilningi. Selstígurinn upp frá Þorbjarnarstöðum að Gjáseli og Fornaseli (ofar) hefur augljóslega verið notaður um langt skeið. Á gróinni hraunsléttunni ofan við Tobburétt eystri má sjá hann grópaðan í hraunhelluna á kafla. Bjarni Einarsson hjá Fornleifafræðistofunni gróf prufuholur í Fornaseli og birti skýrslu um árangurinn árið 2001. Markmið rannsóknanna var að freista þess að ná viðarkolum [...]

13. Kápuskjól – Laufhöfðahraun

Í örnefnalýsingunni segir m.a.: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á Laufhöfðahrauni þessu var Kápuhellir. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselhöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson).“ Kápuhellir er grunnur hraunskúti með lágri mosavaxinni fyrirhleðslu í allstóru torförnu jarðfalli. Auðveldast er að komast inn í það að norðanverðu. Kápuhellir hefur jafnan verið staðsettur uppi í Laufhöfðahrauninu. Í örnefnalýsngum er hann staðsettur „í brúninni inni á hrauni þessu“. Aðalheimildin um Kápuhelli er örnefnalýsingar, upphaflega skráðar af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Laufhöfðahraun er lítið hraun í Hrútagjárdyngjuhrauni, eldra en 2400 ára. Skjólin eru [...]

14. Gjásel – Hrútagjárdyngjuhraun

Gjásel er eitt u.þ.b. 400 selja á Reykjanesskaganum - fyrrum landnámi Ingólfs. Það er, líkt og nágrannar þess, Fornasel og Straumssel, í Hrútargjárdyngjuhrauni.  Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Skammt sunnan selsins er Gránuskúti. Hlaðinn hleðsla er niður í hann, en nú umlukin trjágróðri. Hrútagjárdyngja er um 4.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km² lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota. Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi. Í hrauninu er hægt að finna allmarga hraunhella, þ.á.m Steinbogahelli, Maístjörnuna og Híðið. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr [...]

15. Brunntorfuskjól – Hrútagjárdyngja

Í Brunntorfum eru fjölmargar mannvistarleifar, flestar eru þær enn óskráðar. Ein þeirra er Stóra Brunntorfuskjólið. Vitund þess hefur einungis, hingað til a.m.k., verið til í huga örfárra. Er þetta hugvitsamlega hlaðið fjárskjól í lágu jarðfalli í Hrútagjárdyngjuhrauni. Hlaðinn er gangur að skjólinu, er greinist síðan til beggja hliða. Þegar inn er komið, hvoru megin sem er, má sjá að um talsvert mannvirki hafi verið um að ræða í þá tíð. Skjól, sem þetta, er þó ekkert sérstakt þegar horft er til Hraunanna. Víðs vegar í þeim má sjá slík skjól taka mið af náttúrulegum aðstæðum, sem bændur fyrrum nýttu sér og sínum í lífsbaráttu þess tíma. Fjárskjólið hefur að öllum líkindum tengst Fornaseli, sem er [...]

16. Kapelluhraun

Kapelluhraun, líka nefnt Nýjahraun og Bruninn, er úfið og gróðursnautt milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma (1010-1020). Hraunið kom úr tveimur gígum norðvestan við Hraunhól undir Vatnsskarði (um 3500 ára). Undir því er hraun frá nefndum hól (hólum) svo og eldra hraun frá Sandfellsklofa (um  3000 ára). Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina, beint á móti álverinu í Staumsvík er lítil tóft, hlaðin úr hraungrýti, sem nefnist Kapella. Um var að ræða athvarf við gömlu Alfaraleiðina til og frá Suðurnesjum millum Hafnarfjarðar og Hvassahrauns. Árið 1950 fannst þar við uppgröft í henni lítið líkneski heilagrar Barböru. Á síðustu öld var mikið efni verið tekið úr hrauninu í húsgrunna [...]

17. Stórhöfði – Óbrinnishólabruni

Stórhöfði er móbergsstandur frá ísaldarskeiði, líkt og höfðarnir umleikis, Selhöfði, Húshöfði og Fremstihöfði. Framan við Stórhöfða eru Óbrennishólahraunin (Hellnahraun). Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi m.a. um Óbrinnishólahraun: „Ofan á gjalli eldri gíganna í Óbrinnishólum er moldarlag nokkuð mismunandi þykkt, en víðast 5-8 cm. Þó er það á stöku stað 10-15 cm. Efsti hluti moldarlagsins er svartur af koluðum gróðurleifum. Virðist það að verulegu leyti hafa verið mosi, enda má víða greina heillega mosa í þessu. För eftir birkistofna og greinar sjást víða og hafa stofnarnir sums staðar náð 15-20 cm upp í gjallið. Víða er sjálfur stofninn horfinn með öllu en eftir stendur börkurinn sem hólkur upp í gjallið. Gjallið hefur sums staðar verið svo [...]

18. Arnarklettar – Óbrinnishólabruni

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig greinilega frá öðrum þar sem þau eru að miklum hluta úfin kargahraun með samfelldri mosaþembu. Óbrinnishólabruni rann 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) rann 1151 e.Kr. Hraunsvæðið suðaustan við Stórhöfða hefur stundum verið nefnt Arnarklettabruni í Stórhöfðahrauni. Upp úr því rísa þrír áberandi klettastandar; Arnarklettar. Feta þarf fótinn varlega um mosavaxið hraunið að klettunum. Í því felast m.a. hreiður auðnutittlingshreiður - auk þess sem rjúpan hvílir þar undir á hreiðri skammt frá.

19. Búrfell – Búrfellshraun

Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur átt sér stað á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan aðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir hliðargígar eru hjá Búrfelli, það stendur eitt og stakt, 180 m hátt yfir sjó, hlaðið úr gjalli og hraunkleprum. Hraunstraumarnir sem runnu frá gígnum nefnast einu nafni Búrfellshraun en hafa fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli og allar náð til sjávar. Stærsta tungan rann niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog. Mörg [...]

By |04. 06. 2121|Flokkar: Ratleikur 2021|Merki: |0 athugasemdir

20. Helgadalur – Búrfellshraun

Helgadalur er í um 8000 ára Búrfellshrauni. Um dalinn gengur áberandi sveimsprunga, allt að 10 m há. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru reyndar mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið. Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er tengist væntanlega m.a. Vatnsgjánni sem er í Búrfellsgjá. Frá þessu vatnasviði fá Hafnfirðingar og fleiri hið daglega neysluvatn sitt – hið sjálfsagða, en jafnframt eina dýrmætustu lífsnauðsyn samtímans. Hafnarfjarðarkaupstaður stendur hálfur á jökulsorfinni grágrýtisklöpp, hinn helmingurinn er í úfnu hrauni. Lækurinn, sem fyrrum hét fullu nafni Hamarskotslækur, en nú oftast Lækurinn, fylgir nákvæmlega mörkum þessara jarðmyndana. Að hafnfirskri málvenju er grágrýtissvæðið „fyrir sunnan læk“ [...]

21. Helgafell, gígur

Helgafell er 338 metra hár móbergsstapi suðaustur af Hafnarfirði. Fjallið myndaðist við gos undir jökli seint á ísöld, fyrir 11000 árum. Efst uppi á fjallinu er varða, sem er í raun berggangur sem grjóti hefur verið hlaðið í kringum. Í suðaustri er klettadrangur í fjallinu, sem heitir Riddari. Fyrrum var Riddarinn sjómið af öðrum samnefndum ofan Straumsvíkur, sem því miður hefur verið fargað. Þaðan er fær gönguleið niður af fjallinu og liggur hún í gegnum stóran steinboga. Nafn fjallsins kann að vera komið til vegna einhvers konar helgi á fjallinu til forna en einnig gæti það verið skylt mannsnafninu Helgi. Fjallið er vinsælt meðal Hafnfirðinga og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og er tiltölulega auðvelt uppgöngu. [...]

By |04. 06. 2121|Flokkar: Ratleikur 2021|Merki: |0 athugasemdir

22. Kýrskarð – Ögmundarhraun

Um Kýrskarð rann hrauntunga frá Gvendarselsgígunum. Gígarnir þeir voru nyrstu útstöðvar Ögmundarhraunsgígaraðarinnar frá um 1151. Um það eldgos á einstakri sprungurein hafa verið skrifaðar fjölmargar lærðar ritgerðir. Hrauntröð er í Kýrskarði. Þar hefur hraun runnið úr tveimur syðstu gígum Gvendarselsgígaraðarinnar ofan Undirhlíða. Þeir eru hluti Ögmundarhrauns. Ögmundarhraun er komið upp í eldstöðvakerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún liggur frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og endar millum Helgafells og Kaldárhnúka fyrir ofan Hafnarfjörð. Þar endar gosvirknin [...]

23. Kerin – Ögmundarhraun

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun um 1151 og Kapelluhraun 1020 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Yngra Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340. Kerin eru hluti sprungureinar er Ögmundarhraun rann um 1151 og þar með hluti af Gvendarselsgígunum stuttu efra. Ofan við Kerin hefur eitt elsta og stærsta villta grenitréð á Skaganum náð að dafna.

By |04. 06. 2121|Flokkar: Ratleikur 2021|Merki: |0 athugasemdir

24. Óbrinnishólar

Tvisvar hefur gosið í Óbrinnishólum. Talið er að fyrra gosið hafi verið fyrir um 21 öld en síðara gosið hafi verið 650 árum f.Kr. Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi um Óbrinnishóla: „Hraun frá fyrra gosinu í Óbrinnishólum hef ég ekki fundið í næsta nágrenni þeirra, en um 1-2 km vestur af hólunum eru hólmar tveir, sem yngra hraunið hefur ekki runnið yfir. Vel má vera að eldra hraunið komi þar fram, en ekki hef ég haft tækifæri til að athuga það. Næst syðsti gígurinn í Óbrinnishólum er frá fyrra gosinu og eftir nokkra leit fannst þar allþétt hraunlag inni í gjallinu. Kom þá í ljós, að hraun það, er komið hefur í fyrra gosinu, er [...]

25. Dauðadalir

Stórabollahraun er talið vera um 2700 ára. Hraunið ber keim af dyngjugosi. Gígurinn, mjög stór, er utan í vestanverðu Kóngsfelli í norðanverðum Grindaskörðum ofan Hafnarfjarðar. Hraunið er undir Tvíbollahrauni, komið úr gígum skammt sunnar. Dauðadalahellarnir eru í Stórabollahrauni, Þeir eru nokkrir, þ.á.m. Flóki. Leiðarendi, einn mest sótti ferðamannahellir á landinu, er einnig í Stórabollahrauni. Yfir honum hvílir Tvíbollahraunið. Á einum stað hefur það náð að þröngva sér inn í hellinn. Upptök Tvíbollahrauns eru í framangreindum Tví-Bollum eða Mið-Bollum. Tví-Bollarnir þeir eru tveir samliggjandi gígar í brúnum Grindarskarða, í um 480 m hæð yfir sjó. Hraunið hefur fossað niður bratta hlíðina niður á láglendið en einnig runnið í lokuðum rásum. Hraunið flæmdist síðan til norðurs milli [...]

26. Skúlatún – Skúlatúnshraun

Skúlatún er óbrennishólmi í Skúlatúnshrauni (Stórabllahrauni) sem rann fyrir um 2000 árum. Sumir vilja ætla að þar megi sjá til fornra minja, en slíkt verður að telja hæpið. Nokkrir gervígígar í Skúlatúnshrauni sýna hvar ströndin hefur legið þegar fyrri hraun runnu út í sjó. Þessir gervigígar eru taldir myndaðir eftir ísöld og eldri en hraunin í kring, þar með talin Skúlatúnshraun og Tvíbollahraun. Gervigígarnir eru til marks um að fyrir tíma Skúlatúnshrauns og Tvíbollahrauns hafa hraun runnið sömu leið til sjávar en þegar þeir myndast þeytast upp hraun og setlög. Er þetta ástæðan fyrir því að í gervigígunum í Skúlatúnshrauni megi meðal annars finna skeljar í bland við klepra og gjall en skeljarnar hafa verið [...]

27. Búðarvatnsstæði – Yngra Afstapahraun

Vestan undir Búðarvatnsstæðinu er hár hraunkantur. Undir honum, þar sem einn síðasti girðingarstaur mæðiveikigirðingarinnar á mörkum Krýsuvíkur og Vatnsleysustrandar-hrepps, stendur enn, er fyrrnefnt Búðarvatnsstæði. Markaði girðingin landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga. Hraunkanturinn er hluti af Yngra Afstapahrauni frá um 1325. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað til af mannahöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýnið vítt og fallegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hafst við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið [...]

Go to Top