18. Arnarklettar – Óbrinnishólabruni

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig greinilega frá öðrum þar sem þau eru að miklum hluta úfin kargahraun með samfelldri mosaþembu. Óbrinnishólabruni rann 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) rann 1151 e.Kr. Hraunsvæðið suðaustan við Stórhöfða hefur stundum verið nefnt Arnarklettabruni í Stórhöfðahrauni. Upp úr því rísa þrír áberandi klettastandar; Arnarklettar. Feta þarf fótinn varlega um mosavaxið hraunið að klettunum. Í því felast m.a. hreiður auðnutittlingshreiður - auk þess sem rjúpan hvílir þar undir á hreiðri skammt frá.