Borgarstandur

9. Borgarstandur – huldufólk

Eftirfarandi sögn af huldukonu í Borgarstandi norðan Kaldársels er úr bókinni „Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur XII, Reykjavík 1957“, safnað af Guðna Jónssyni. Hér er hún verulega stytt, en söguna alla má lesa á ferlir.is. „Í suðaustur frá Hafnarfirði er staður sá, sem heitir Kaldársel. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, kona Helga Sigurðssonar, hefir sagt frá því, sem hér er ritað, um dvöl sína í Kaldárseli. er frásögn hennar á þessa leið: „Ég er upp vaxinn á Setbergi við Hafnarfjörð. Þegar ég var 13 ára gömul, bjuggu hjón í Kaldárseli, er hétu Jón Jónsson og Sigríður Ásgrímsdóttir. Höfðu þau búið þar 2-3 ár. Eftir nýár 1873 var ég lánuð í Kaldársel húsfreyju til aðstoðar, og dvaldi ég þar til vors eða þangað til á venjulegum vinnuhjúaskildaga.“ Þá er það eitt kvöld að loknum mjöltum, að húsfreyja gengur inn í búrið og verður litið á búrhilluna. Kemur hún auga á tveggja marka ask, mjallahvítan, er stendur tómur á búrhillunni, og þekkti [...]

13 – Fjárborg

Fjárborgir á Reykjanesskaganum eru 142 talsins. Flestar eru borgirnar vel sýnilegar, en sumar þarf að gaumgæfa. Hinar fyrrnefndu rata jafnan inn í fornleifaskráningar, en hinar síðarnefndu ekki. Borgirnar voru jafnan hringlaga byrgi hlaðið úr torfi eða grjóti sem notað var fyrr á öldum til að skýla sauðfé fyrir veðri og vindum. Þær voru framhald fjárskjóla og undanfari fjárhúsa, en ekki voru byggð hús sérstaklega yfir sauðfé á svæðinu fyrr en í byrjun 20. aldar. Oftast voru aðeins háir veggir á fjárborgum en stundum voru þær hlaðnar með hvolfdu þaki. Aðeins ein dyr var og þær oftast aðeins fjárgengar. Leifar einnar slíkrar eru á Borgarstandi norðan Kaldársels. Um er að ræða topphlaðna fjárborg, sem með tímanum hefur fallið saman. Áhrif aðdráttarafls jarðar gildir jú um þær líkt og annað. Borgin er tiltölulega lítil umleikis, en það var forsenda þess að hægt var að hlaða í topp. Önnur sambærileg fjárborg var áður skammt austar á Borgarstandi, en Hafnfirðingar hirtu nærtækt grjótið [...]

Go to Top