18 – Brunnur
Ath: Númerið vantar við stjörnuna á prentaða kortinu. Hér má sjá staðsetningu merkja 12 0g 18 á kortinu. Brunnar voru grafnir þar sem vatnsból skorti. Á Reykjanesskaganum, þar sem fátt er um ár og læki, voru brunnar grafnir svo til við hvern bæ, stundum fleiri en einn. Víða má enn sjá fallega hlaðna brunna við gömul bæjarstæði. Brunnurinn við Þorbjarnarstaði í Hraunum er í svonefndri Brunntjörn. Hann er hlaðinn úti í tjörninni nálægt bakka þar sem ferskt vatn kemur undan hrauninu. Brunnurinn sá hefur ekki ratað inn í fornleifaskráningu Hafnarfjarðar. Vestan við brunninn er hlaðin „þvottabrú“ þar sem ull var þvegin. Þaðan liggur brunngatan heim að bæ. Tröðin er hlaðin görðum beggja vegna. Um brunna var skrifað í Eir árið 1899: „Neysluvatn á að vera boðlegt til drykkjar og óskaðvænt heilsu manna. Vatnið er því aðeins boðlegt til drykkjar, að það sé bragðgott, litlaust, tært og lyktarlaust og hæfilega kalt bæði sumar og vetur. Vatnið er gómtamara [...]