15. Brunntorfuskjól – Hrútagjárdyngja
Í Brunntorfum eru fjölmargar mannvistarleifar, flestar eru þær enn óskráðar. Ein þeirra er Stóra Brunntorfuskjólið. Vitund þess hefur einungis, hingað til a.m.k., verið til í huga örfárra. Er þetta hugvitsamlega hlaðið fjárskjól í lágu jarðfalli í Hrútagjárdyngjuhrauni. Hlaðinn er gangur að skjólinu, er greinist síðan til beggja hliða. Þegar inn er komið, hvoru megin sem er, má sjá að um talsvert mannvirki hafi verið um að ræða í þá tíð. Skjól, sem þetta, er þó ekkert sérstakt þegar horft er til Hraunanna. Víðs vegar í þeim má sjá slík skjól taka mið af náttúrulegum aðstæðum, sem bændur fyrrum nýttu sér og sínum í lífsbaráttu þess tíma. Fjárskjólið hefur að öllum líkindum tengst Fornaseli, sem er þarna skammt vestar. Í Brunntorfuskjóli