Fjallgjá

26. Landamerkjavarða – þjóðsaga

Þjóðsögur hafa jafnan tengst vörðum. Má þar m.a. nefna þjóðsöguna er kveður á um að sá eða þeir sem færa til landamerkjavörður og hlaða aðrar til að villa um fyrir fólki eigi á hættu að þurfa að burðast með grjót það sem eftir er – að þeim látnum. Þjóðsögurnar voru þannig oftlega kennisögur, nokkurs konar dæmisögur, um það hvernig væri best að haga sér í lifanda lífi. Hér er hinn ríki sagnaþáttur notaður til að vara við og stemma stigu við röskun landamerkja, líkt og einstök „tiltekt“ trúarbragðasögunnar urðu síðar í handleiðslu landans til að auka líkur á „réttum“ gjörðum hans í hinu jarðneska lífi - og yfirvaldið hafði velþóknun á. Framangreint er ekki af ástæðulausu. Einstakir bændur voru fyrrum grunaðir um að útfæra landamerki jarða sinna eftir því sem aðstæður sköpuðust, hvort sem var vegna þekkingarleysis eða af gefnu tilefni, s.s. við ábúendaskipti.

25 – Misgengi

Stórhöfðastígur, í átt að Fjallinu eina frá hraunhólunum norðaustan Fremstahöfða, liggur meðfram norðanverðu tilkomumiklu misgengi. Þar sem það er hæst verpir smyrill. Misgengið er hluti af víðfeðmnu landsigi milli Fjallgjárinnar og Sauðabrekkna. Vestar heldur það áfram eftir miðjum skaganum, milli Hrafnagjár og Brunnastaðaselgjár í Vatnsleysu- og Vogaheiði. Vestar er misgengið áberandi í Hábjalla norðan Snorrastaðatjarna. Norðaustan Fjallgjárinnar heldur misgengið áfram um Helgadal, Smyrlabúð og Hjalla í Heiðmörk. Misgengi má sjá víða hér á landi þar sem jarðskorpan hefur ýmist gengið í sundur (gliðnað) eða sigið (risið). Þau eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár; siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá), ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum) og sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). „Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn og með því [...]

Go to Top