24 – Vatnsból

Bæir voru jafnan byggðir við góð vatnsból, auk þess sem alfaraleiðir lágu jafnan nálægt slíkum gæðum. Sel voru gjarnan byggð upp við vatnsból, líkt og sjá m.a. í Fornaseli, Straumsseli og Óttarsstaðaseli. Vatnsbólið í Fornaseli er dæmigert fyrir „gott“ vatnsból. Þegar vatn þraut í seli á góðviðristímum varð frá að hverfa. Oftar en ekki var ágangi drauga kennt um. Það þótti skiljanlegri ástæða en sú raunverulega. Ár og vötn eru ekki hentug vatnsból. Vatnið verður oft volgt á sumrum, og kalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist i það nærri byggð. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann. Jarðvatn er besta neysluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Viða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim er álíka kalt sumar [...]