17. Álfakirkja – álfar – Gerðisstígur
Við Gerðarstíg vestan Brunans (Kapelluhrauns) eru klettaborg, millum Neðri-Hella og Vorréttarinnar. Dæmi eru um að smalar, sem staldrað hafa þar við á ferðum sínum hafi óvart glatað þar einhverju af eigum sínum. Þegar þeir hafi síðan uppgötvuðu missinn og snúið til baka hefur ekki brugðist að þeir hafi endurheimt munina. Hafa þeir vilja kenna um glettum álfanna er þarna hafast við. Gerðisstígurinn var ruddur þar sem hann liggur inn í Selhraunið og áfram með hraunkantinum áleiðis að Efri-Hellum. Neðri-hellir er rúmgóður skúti með hleðslum fyrir í grónu jarðfalli. Í sjónlínu til austurs ber Vorréttin við kantinn á Kapelluhrauni. Þetta er vel hlaðin rétt. Gott skjól eru í hraunskútum innan hennar. Efri-hellar eru enn ofan við hraunkantinn. Allir þessir staðir eru verðugir skoðunar. Hrauntungurnar ofar eru allstórt gróið hraunssvæði enn ofar, umlukið nýja hrauninu (Kapelluhrauni/Brunanum/Nýjahrauni).