12. Gjásels- og Fornaselsstígur
Um hraunin ofan Hafnarfjarðar liggur fjöldi stíga. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúru- og/eða minjastaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík, þrátt fyrir að Sveinn Pálsson hafi lýst Reykjanesskaganum í ferðabók sinni seint á 19. öld með eftirfarandi orðum; „Hér er ekkert merkilegt að sjá…“ Selsstígarnir voru jafnan [...]