Ný vefsíða Ratleiks Hafnarfjarðar
Með þessari heimasíðu er í raun sett upp fyrsta vefsíðan fyrir Ratleik Hafnarfjarðar en notast hefur verið við bloggsíðuna www.ratleikur.blog.is hingað til. Það eru Fjarðarfréttir, fréttavefur Hafnfirðinga, sem hýsir þessa síðu og verður aukið við hann eins og með þarf. Auk síðunnar er Ratleikurinn með Facebook síðu, Facebook.ratleikur.is og sér Facebook hóp fyrir þátttakendur.