4 – Minnisvarði um Hrafna-Flóka

Í Landnámu segir frá því er Hrafna Flóki, Flóki Vilgerðarson, kom til Hafnarfjarðar þar sem hann fann félaga sinn Herjólf, sem hafði orðið viðskila við hann á eftirbát í mynni Faxaflóa. Fann Flóki þar og rekinn hval við eyri og nefndi Hvaleyri. Var Hrafna-Flóka reistur minnisvarði í vörðuformi hæst uppi á Hvaleyri og var hann vígður í lok Víkingahátíðar 13. júlí 1997. Varðan er úr norsku grjóti og er gjöf frá Norðmönnum til minnis um atburðinn. Minnisvarðinn um Hrafna-Flóka. Gott að leggja Leggja má við enda Óseyrarbrautar þar sem hún sveigir til hægri við tanka Atlantsolíu eða við minnisvarðann og ganga hvort sem er til norðurs niður með Hvaleyrarlóni eða til suðurs með Hraunsvíkinni. Þessi unga stúlka er í dag 17 árum eldri en þegar myndin var tekin. Markmið Markmiðið er að ganga stíginn við Hvaleyrarlónið, upplifa fegurð þess og láta sig dreyma um að sjá alla þá byggð sem var á Hvaleyrinni. Einnig að [...]