Nýr einfaldur ratleikur við Hvaleyrarvatn

Settur hefur verið upp 9 merkja ratleikur fyrir krakka á öllum aldri við Hvaleyrarvatn. Þetta er einfaldur ratleikur með vísbendingum á hverjum stað sem leiða þátttakendur að næst merki. Merkin eru fest á staura og því auðvelt að finna. Markmið með leiknum er að hvetja til göngu í kringum vatnið um leið og fræðst er um umhverfið, jafnvel svo að það veki forvitni um fleira sem finna má á svæðinu. Leikurinn er settur upp af Hönnunarhúsinu ehf. að beiðni Hafnarfjarðarbæjar og mun leikurinn standa áfram. Hægt er að skoða nánar um staðin í ratleiknum hér. Merki sett niður í Riddaralundi.