16. Kapelluhraun

Kapelluhraun, líka nefnt Nýjahraun og Bruninn, er úfið og gróðursnautt milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma (1010-1020). Hraunið kom úr tveimur gígum norðvestan við Hraunhól undir Vatnsskarði (um 3500 ára). Undir því er hraun frá nefndum hól (hólum) svo og eldra hraun frá Sandfellsklofa (um  3000 ára). [...]