16. Kapelluhraun
Kapelluhraun, líka nefnt Nýjahraun og Bruninn, er úfið og gróðursnautt milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma (1010-1020). Hraunið kom úr tveimur gígum norðvestan við Hraunhól undir Vatnsskarði (um 3500 ára). Undir því er hraun frá nefndum hól (hólum) svo og eldra hraun frá Sandfellsklofa (um 3000 ára). Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina, beint á móti álverinu í Staumsvík er lítil tóft, hlaðin úr hraungrýti, sem nefnist Kapella. Um var að ræða athvarf við gömlu Alfaraleiðina til og frá Suðurnesjum millum Hafnarfjarðar og Hvassahrauns. Árið 1950 fannst þar við uppgröft í henni lítið líkneski heilagrar Barböru. Á síðustu öld var mikið efni verið tekið úr hrauninu í húsgrunna og götur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og það sléttað. Hraunhóllinn með endurhlaðinni kapellunni hefur verið látinn ósnortinn og er nú friðlýstur. Enn má sjá móta fyrir Alfaraleiðinni við kapelluna. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið [...]