Kerin

27 – Birki

Meðlimir Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hafa verið duglegir að planta trjám, birki, greni og furu, á afmörkuðum svæðum í Undirhlíðum. Einn er þó sá staður í Hlíðunum þar sem birki hefur fengið að vaxa villt um alllangt skeið. Það er birkið ofan við Kerin svonefndu, hraungíga norðaustan Bláfjallavegar. Þar má í dag finna hávöxnustu villtu birkihríslurnar á Reykjanesskaganum. Birki er ættkvísl jurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir. Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki. Ekki gleyma að taka prentaða kortið með þér!

23. Kerin – Ögmundarhraun

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun um 1151 og Kapelluhraun 1020 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Yngra Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340. Kerin eru hluti sprungureinar er Ögmundarhraun rann um 1151 og þar með hluti af Gvendarselsgígunum stuttu efra. Ofan við Kerin hefur eitt elsta og stærsta villta grenitréð á Skaganum náð að dafna.

Go to Top