Sigurvegarar í Ratleik Hafnarfjarðar 2020

Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 lauk 21. september sl. Í ár var uppskeruhátíðin með óhefðbundnu sniði, send út á Facebook sl. fimmtudag. Þar var leikurinn kynntur með myndum og hann gerður upp að venju. Dregið var úr innsendum lausnum í hverjum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum þeirra. Þar að auki var dregið um 14 glæsileg útdráttarverðlaun sem gefin voru af fyrirtækjum og stofnunum. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar Alls skiluðu 98 einstaklingar inn lausnum og höfðu fundið öll ratleiksmerkin 27. Tveir þessara gerðu sér lítið fyrir að kláruðu leikinn á einum degi og mældist gönguferð þeirra um 62 km. Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Guðmundur Gunnarsson, Hringbraut 2B. Fékk hann að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður. 2. sæti: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35. – fékk hún að launum Bose Home 500 Wifi snjallhátalara frá Origo. 3. sæti: Einar Ólafsson, Lyngbergi 25 – fékk hann að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Elísa Björg Ágústsdóttir, Sævangi 47. Fékk hún að launum [...]