Ratleikur

Nýr einfaldur ratleikur við Hvaleyrarvatn

Settur hefur verið upp 9 merkja ratleikur fyrir krakka á öllum aldri við Hvaleyrarvatn. Þetta er einfaldur ratleikur með vísbendingum á hverjum stað sem leiða þátttakendur að næst merki. Merkin eru fest á staura og því auðvelt að finna. Markmið með leiknum er að hvetja til göngu í kringum vatnið um leið og fræðst er um umhverfið, jafnvel svo að það veki forvitni um fleira sem finna má á svæðinu. Leikurinn er settur upp af Hönnunarhúsinu ehf. að beiðni Hafnarfjarðarbæjar og mun leikurinn standa áfram. Hægt er að skoða nánar um staðin í ratleiknum hér. Merki sett niður í Riddaralundi.  

Hraun er þema leiksins í ár

Hinn vinsæli Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn í 24. sinn. Stendur hann yfir fram í september en hann gengur út á að þátttakendur fá vandað ratleikskort þar sem merktir eru inn á 27 staðir, vítt og breytt í bæjarlandinu. Þeir hafa svo allt sumarið til að leita að þessum stöðum en áberandi ratleiksmerki er á stöðunum. Sum merkjanna eru inni í bænum og önnur í bæjarlandinu og jafnvel út fyrir það í einstaka tilfellum. Leikurinn er kjörin leið til að kynnast bæjarlandinu sem er svo fjölbreytt og hefur að geyma söguna, fjölbreytt náttúrufar og dýralíf. Fróðleikspunktar eru á kortinu og enn ítarlegri á vefsíðu leiksins, ratleikur.fjardarfrettir.is en Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur og leiðsögumaður hefur tekið þá saman. Hefur hann veitt ómetanlega aðstoð við gerð leiksins undanfarin ár en fáir þekkja sögu Reykjanesskagans betur en hann. Fjöldi vinninga Leikurinn stendur til 20. september en allir sem skila inn lausnum og mæta á uppskeruhátíð leiksins eiga möguleika á flottum útdráttarvinningum. Allir eru [...]

Go to Top