15 – Sel

Fyrrum, eða allt til loka 19. aldar, var selstaða frá nánast hverjum málsmetandi bæ. Í dag má sjá 401 slíka á Reykjanesskaganum. Elsta heimild um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Garðar höfðu einnig selstöðvar við Kaldársel. Hvaleyrarbóndi hafði selstöðu við Hvaleyrarvatn og síðar í Kaldárseli. Þegar Hvaleyrarbóndi hætti selförum að Kaldárseli lagðist selstöð þar niður með öllu, annað hvort 1865 eða 1866, þótt búskapur hafi verið þar með slitrum um skamma hríð eftir það. Garðabæirnir höfðu auk þess selstöður í Selgjá og nágrenni. Ein selstaðan er í Helgadal, við svonefndan Rauðshelli. Önnur, umfangsmeiri, er þar skammt sunnar. Ekki er ólíklegt að þessar selstöður hafi um tíma ýmist verið nýttar stakar eða saman. Hlaðinn stekkur er ofan við selstöðuna í grónu jarðfalli Rauðshellis, auk þess sem hellirinn hefur verið nýttur sem fjárskjól. Í jarðfallinu leynast hleðslur undir sverðinum. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti [...]