sel

15 – Sel

Fyrrum, eða allt til loka 19. aldar, var selstaða frá nánast hverjum málsmetandi bæ. Í dag má sjá 401 slíka á Reykjanesskaganum. Elsta heimild um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Garðar höfðu einnig selstöðvar við Kaldársel. Hvaleyrarbóndi hafði selstöðu við Hvaleyrarvatn og síðar í Kaldárseli. Þegar Hvaleyrarbóndi hætti selförum að Kaldárseli lagðist selstöð þar niður með öllu, annað hvort 1865 eða 1866, þótt búskapur hafi verið þar með slitrum um skamma hríð eftir það. Garðabæirnir höfðu auk þess selstöður í Selgjá og nágrenni. Ein selstaðan er í Helgadal, við svonefndan Rauðshelli. Önnur, umfangsmeiri, er þar skammt sunnar. Ekki er ólíklegt að þessar selstöður hafi um tíma ýmist verið nýttar stakar eða saman. Hlaðinn stekkur er ofan við selstöðuna í grónu jarðfalli Rauðshellis, auk þess sem hellirinn hefur verið nýttur sem fjárskjól. Í jarðfallinu leynast hleðslur undir sverðinum. Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti [...]

14. Gjásel – Hrútagjárdyngjuhraun

Gjásel er eitt u.þ.b. 400 selja á Reykjanesskaganum - fyrrum landnámi Ingólfs. Það er, líkt og nágrannar þess, Fornasel og Straumssel, í Hrútargjárdyngjuhrauni.  Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Skammt sunnan selsins er Gránuskúti. Hlaðinn hleðsla er niður í hann, en nú umlukin trjágróðri. Hrútagjárdyngja er um 4.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km² lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota. Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi. Í hrauninu er hægt að finna allmarga hraunhella, þ.á.m Steinbogahelli, Maístjörnuna og Híðið. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móháls[a]dal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti [...]

Go to Top