Skotbyrgi

19 – Skotbyrgi

Við Straumsselsstíg vestari er grjóthlaðið U-laga skotbyrgi. Annað sambærilegt er vestan við Straum. Hið þriðja á Smalaskálahæð skammt sunnar. Svona mætti lengi telja. Um eru að ræða skjól refaskyttu, ýmist skammt frá grenjum eða á útsýnisstað um ferðir lágfótunnar. Byssur komu hingað til lands á 15. öld. Þeir sem skoða Þjóðminjasafnið sjá þess þó hvergi merki að hér hafi nokkru sinni verið skotið úr byssu hvað þá að þær hafi verið notaðar til lífsbjargar, hins vegar er mikið til sýnis af verkfærum til sjósóknar og landbúnaðar. Það er helst á söfnum úti á landi að maður sjái gripi sem tilheyra skotveiðum, byssur, púður, högl og haglapunga. Innan um eru hinir merkilegustu gripir, til dæmis haglabyssur og rifflar sem hafa verið notaðir hér á landi. Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara. Allt frá upphafi var litið á refinn sem ógagnsemisdýr, sem þyrfti að halda í skefjum. Um tíma var bændum gert skylt [...]

5. Ásfjall – Ísaldarhraun

Ásfjall er hæsti hluti móbergsfjallaklasa ofan Hafnarfjarðar. Neðri hluti þess er úr móbergi en á toppi þess er hraunhetta. Móbergið myndaðist undir jökli á síðasta jökulskeiði en hraunhettan eftir að gosið náði upp úr ísaldajöklinum. Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: „Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli og myndaði Reykjaneskagann í þeirri mynd, sem við þekkjum hann í dag.“ Skotbyrgi á Ásfjalli

8 – Skotbyrgi á Mógrafarhæð

Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls innan við byggðina í Áslandi 3, í áttina að Bláberjahrygg. Ekki er þó talið að mótekja hafi verið á þessu svæði. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssu úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti. Skotbyrgið ofan byggðarinnar í Áslandi 3 Einnig eru skotbyrgi undir Dagmálavörðunni. Þá eru leifar fimm annarra byrgja suðaustar í fjallinu. Ógreinilegur troðningur er í gegnum lúpínuna frá Skógarási að skotbyrginu og frá skotbyrginu að vörðunni á Ásfjalli.

Go to Top