Stórhöfðastígur

25 – Misgengi

Stórhöfðastígur, í átt að Fjallinu eina frá hraunhólunum norðaustan Fremstahöfða, liggur meðfram norðanverðu tilkomumiklu misgengi. Þar sem það er hæst verpir smyrill. Misgengið er hluti af víðfeðmnu landsigi milli Fjallgjárinnar og Sauðabrekkna. Vestar heldur það áfram eftir miðjum skaganum, milli Hrafnagjár og Brunnastaðaselgjár í Vatnsleysu- og Vogaheiði. Vestar er misgengið áberandi í Hábjalla norðan Snorrastaðatjarna. [...]

12. Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur liggur frá Ási um Hádegisskarð og Dalinn (Ásflatir), sniðhallt yfir Bleiksteinsháls, út á Selhraunið að Stórhöfða, upp með honum að vestanverðu uns hann beygir yfir Hellnahraunið yngra og Brunann í átt að Snókalöndum. Þar fer hann yfir Krýsuvíkurveginn og síðan suður hraunið upp að Fjallgjá, fylgir misgengi að Fjallinu eina, upp með því að [...]

15. Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur um Brunntorfur liggur um gróið Hellnahraunið. Þar er hlaðið gerði í krika. Skammt norðan þess er varða er vísar leiðina inn í Snókalönd, sem eru óbrinnishólmar í Brunanum. Eftir að komið er á stíginn sunnan Krýsuvíkurvegar liggur hann um tiltölulega slétt Hrútagjárdyngjuhraunið. Í því ofanverðu, áður en komið er að Fremstahöfða, má víða sjá [...]

Go to Top