Stórhöfðastígur

25 – Misgengi

Stórhöfðastígur, í átt að Fjallinu eina frá hraunhólunum norðaustan Fremstahöfða, liggur meðfram norðanverðu tilkomumiklu misgengi. Þar sem það er hæst verpir smyrill. Misgengið er hluti af víðfeðmnu landsigi milli Fjallgjárinnar og Sauðabrekkna. Vestar heldur það áfram eftir miðjum skaganum, milli Hrafnagjár og Brunnastaðaselgjár í Vatnsleysu- og Vogaheiði. Vestar er misgengið áberandi í Hábjalla norðan Snorrastaðatjarna. Norðaustan Fjallgjárinnar heldur misgengið áfram um Helgadal, Smyrlabúð og Hjalla í Heiðmörk. Misgengi má sjá víða hér á landi þar sem jarðskorpan hefur ýmist gengið í sundur (gliðnað) eða sigið (risið). Þau eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár; siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá), ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum) og sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). „Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn og með því [...]

12. Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur liggur frá Ási um Hádegisskarð og Dalinn (Ásflatir), sniðhallt yfir Bleiksteinsháls, út á Selhraunið að Stórhöfða, upp með honum að vestanverðu uns hann beygir yfir Hellnahraunið yngra og Brunann í átt að Snókalöndum. Þar fer hann yfir Krýsuvíkurveginn og síðan suður hraunið upp að Fjallgjá, fylgir misgengi að Fjallinu eina, upp með því að austanverðu að austurjaðri Hrútagjárdyngju og með upprisuvegg hennar að Undirhlíðaleið. Skammt vestan Stórhöfðastígs á móts við vesturhorn Stórhöfða er heillegt hlaðið fjárskjól og gerði í hraunkrika.

15. Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur um Brunntorfur liggur um gróið Hellnahraunið. Þar er hlaðið gerði í krika. Skammt norðan þess er varða er vísar leiðina inn í Snókalönd, sem eru óbrinnishólmar í Brunanum. Eftir að komið er á stíginn sunnan Krýsuvíkurvegar liggur hann um tiltölulega slétt Hrútagjárdyngjuhraunið. Í því ofanverðu, áður en komið er að Fremstahöfða, má víða sjá stíginn mótaðan í hraunklöppina eftir umferð manna og dýra um aldir.

Go to Top