Stórhöfði

10 – Fjárskjól

Undir Stórhöfða, skammt vestan við Stórhöfðastíg er heillegt fjárskjól í Selhrauninu. Fjárskjól þetta hefur enn ekki ratað inn í fornleifaskráningu Hafnarfjarðar. Það er í landi Hvaleyrar og hefur væntanlega tengst minjunum umhverfis Hvaleyrarsel, s.s. stekkjum o.fl., sem þar eru á og við Selhöfða og í Seldal. Líklegt má telja að skjól þetta hafi verið nýtt sem nátthagi, a.m.k. að hluta til. Fjárskjól eru 163 á Reykjanesskaganum, flest í hraununum ofan Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Um eru að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar fjárbúskapur var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið. Enn má víða sjá minjar fjárskjólanna, langflestar í skútum, hellum eða undir slútandi klettum. Fyrirhleðslur eru jafnan úr tilfallandi efni; grjóti með dyraopum. Skjólin eru algengari í hraununum á vestanverðum Skaganum, enda aðstæður þar sérstaklega hagstæðar til skjóls fyrir fénað en á berangri og jökulsorfnum hlíðum hans að austanverðu, að Þingvallasvæðinu slepptu. Þau má gjarnan finna nálægt bæjum eða við aðra nýtingarstaði, s.s. selin. Hús voru ekki byggð [...]

17. Stórhöfði – Óbrinnishólabruni

Stórhöfði er móbergsstandur frá ísaldarskeiði, líkt og höfðarnir umleikis, Selhöfði, Húshöfði og Fremstihöfði. Framan við Stórhöfða eru Óbrennishólahraunin (Hellnahraun). Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi m.a. um Óbrinnishólahraun: „Ofan á gjalli eldri gíganna í Óbrinnishólum er moldarlag nokkuð mismunandi þykkt, en víðast 5-8 cm. Þó er það á stöku stað 10-15 cm. Efsti hluti moldarlagsins er svartur af koluðum gróðurleifum. Virðist það að verulegu leyti hafa verið mosi, enda má víða greina heillega mosa í þessu. För eftir birkistofna og greinar sjást víða og hafa stofnarnir sums staðar náð 15-20 cm upp í gjallið. Víða er sjálfur stofninn horfinn með öllu en eftir stendur börkurinn sem hólkur upp í gjallið. Gjallið hefur sums staðar verið svo heitt, að viðurinn hefur kolast algerlega og má því finna mikið af mjóum greinum og stofnum, sem eru kolaðir í gegn. Flestir eru slíkir stofnar eða greinar um 6 mm í þvermál og þaðan af mjórri. Vel gæti þetta hafa verið lyng, fjalldrapi eða [...]

Go to Top