19 – Skotbyrgi

Við Straumsselsstíg vestari er grjóthlaðið U-laga skotbyrgi. Annað sambærilegt er vestan við Straum. Hið þriðja á Smalaskálahæð skammt sunnar. Svona mætti lengi telja. Um eru að ræða skjól refaskyttu, ýmist skammt frá grenjum eða á útsýnisstað um ferðir lágfótunnar. Byssur komu hingað til lands á 15. öld. Þeir sem skoða Þjóðminjasafnið sjá þess þó hvergi merki að hér hafi nokkru sinni verið skotið úr byssu hvað þá að þær hafi verið notaðar til lífsbjargar, hins vegar er mikið til sýnis af verkfærum til sjósóknar og landbúnaðar. Það er helst á söfnum úti á landi að maður sjái gripi sem tilheyra skotveiðum, byssur, púður, högl og haglapunga. Innan um eru hinir merkilegustu gripir, til dæmis haglabyssur og rifflar sem hafa verið notaðir hér á landi. Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara. Allt frá upphafi var litið á refinn sem ógagnsemisdýr, sem þyrfti að halda í skefjum. Um tíma var bændum gert skylt [...]