12 – Vör

Útræði var annar meginatvinnuvegur fólks á Reykjanesskaganum fyrrum. Því má segja að vör hafi verið neðan sérhvers bæjarstæðis við ströndina, bæði notuð til fiskjar og aðdrátta. Straumsvörin er ein þeirra. Í henni sést vel hvernig brimgrjót hefur verið hreinsað úr henni og notað í garða ofar. Þar má og sjá bátarétt auk nausts. Verstöðvar voru heimaver og útver. Þau voru hvorutveggja ofan við ákjósanlega lendingastaði. Eftirfarandi um varir og bryggjugerð birtist „Úr skýrslu erindreka innanlands“ í Ægi 1918: „Að skaganum leggja hinar feikiþungu Atlanshafsöldur langt sunnan úr höfum og komar með ómælanlegu afli að ströndinni, rótandi öllu fjöruborði sem ekki er bjargfast, gera þær öllu fjöruborði sömu skil með ströndinni. Mörg af þessum fiskiverum eru fremur fámenn mestan hluta ársins, þótt á vertíðinni talsverður útvegur sé rekinn þaðan, anna því oft ekki þessir fáu heimilisföstu menn að halda við lendingunum, sem allvíða eru ekki annað en geilar í kletta, sem smásteinum hefir verið rutt úr, til að koma upp [...]