7. Hraun við Þórðarvík – Eldra Hellnahraun

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við Brunann [Kapelluhraun/Nýjahraun]. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir.“ Hraunið er um 2200 ára gamalt. Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, [...]