Uppskeruhátíðin verður 2. október
Nú fer að líða að síðasta skiladegi á úrlausnum úr Ratleik Hafnarfjarðar 2024. Lokadagurinn er 24. september og má skila í Ráðhúsinu v/ Strandgötu (má setja í bréfalúgu). Munið að það þarf aðeins að vera búið að finna 9 staði til að geta skilað og átt möguleika á vinningi en að sjálfsögðu keppast allir við að skila inn úrlausnum með sem flestum stöðum. Klippið úrlausnirnar út af kortinu, klippilínur eru vel merktar. Þetta hjálpar til að vinna úr úrlausnum. Uppskeruhátíðin verður í aðalsal Hafnarborgar miðvikudaginn 2. október og hefst kl. 18.30. Reiknað er með að hún standi í um klukkustund. Eins og venjulega verður farið yfir Ratleikinn, vinningar veittir og gestum gefst kostur á að segja frá reynslu sinni og upplifun. Hafnarfjarðarbær býður upp á heilsusamlega hressingu. Þrír vinningar verða veittir í hverjum flokki Frá uppskeruhátíðinni 2023. Þeir sem ljúka leiknum geta átt von á vinningum en þrír vinningar eru veittir í hverjum flokki. Allir vinningar eru [...]