Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíðin verður 2. október

Nú fer að líða að síðasta skiladegi á úrlausnum úr Ratleik Hafnarfjarðar 2024. Lokadagurinn er 24. september og má skila í Ráðhúsinu v/ Strandgötu (má setja í bréfalúgu). Munið að það þarf aðeins að vera búið að finna 9 staði til að geta skilað og átt möguleika á vinningi en að sjálfsögðu keppast allir við að skila inn úrlausnum með sem flestum stöðum. Klippið úrlausnirnar út af kortinu, klippilínur eru vel merktar. Þetta hjálpar til að vinna úr úrlausnum. Uppskeruhátíðin verður í aðalsal Hafnarborgar miðvikudaginn 2. október og hefst kl. 18.30. Reiknað er með að hún standi í um klukkustund. Eins og venjulega verður farið yfir Ratleikinn, vinningar veittir og gestum gefst kostur á að segja frá reynslu sinni og upplifun. Hafnarfjarðarbær býður upp á heilsusamlega hressingu. Þrír vinningar verða veittir í hverjum flokki Frá uppskeruhátíðinni 2023. Þeir sem ljúka leiknum geta átt von á vinningum en þrír vinningar eru veittir í hverjum flokki. Allir vinningar eru [...]

Uppskeruhátíð 28. september

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar verður í aðalsal Hafnarborgar á fimmtudaginn kl. 18.30. Þar gerum við upp leikinn, sýnum myndir og veitum verðlaun í öllum þremur flokkunum. Svo drögum við út fjölbreytta vinninga en allir sem hafa skilað inn og mæta geta átt von á útdráttarverðlaunum. Veðrið hefur verð frábært í sumar og greinilega mikil þátttaka í leiknum. Fólk hefur ekki látið hindranir aftra sér og staðfesta margra við að finna merkin hefur verið aðdáunarverð. Við hlökkum til að hitta ykkur og heyra í ykkur á fimmtudaginn. Takk Vert er að þakka öllum sem styrkt hafa leikinn og hafa gefið verðlaun en það eru: Sundlaugar Hafnarfjarðar Fjallakofinn M Design Von mathús Fjarðarkaup Altis Gróðrarstöðin Þöll Burger-inn Músik og sport Ban Kúnn Krydd Tilveran Rif Píluklúbburinn Gormur.is Snjóís Styrktaraðilar: Hafnarfjarðarbær Rio Tinto Ferlir.is HS Veitur H-berg Landsnet Altis Fjarðarkaup Gormur.is Fjarðarfréttir

Aldrei hafa svona margir klárað Ratleikinn — Ísold Marín er Þrautakóngur ársins

Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar. Aldrei fyrr í 26 ára sögur Ratleiksins hafa svona margir klárað allan leikinn. Ísold Marín Haraldsdóttir, Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Leikurinn hófst í byrjun júní og stóð til 26. september. 27 ratleiksmerkjum er komið fyrir, sumum í eða við byggðina í Hafnarfirði en flestum þó í víðfeðmu upplandi bæjarins og  jafnvel út fyrir það. Prentað var vandað loftmyndakort þar sem götur og gönguslóðar eru merktar inn á og staðsetning ratleiksmerkjanna. Þátttakendur hafa svo það verkefni að finna bestu leiðina að merkjunum og stundum þarf nokkrar tilraunir til að finna merkin. Kortin lágu frammi víða í bænum en lang flest kortin voru sótt í Fjarðarkaup. Sex þúsund sinnum komið að ratleiksstað í sumar! Hleðslur og hlaðnar götur vestan Hjallabrautar þar sem eitt [...]

Uppskeruhátíðin 6. október

Uppskeruhátíð 25. Ratleiks Hafnarfjarðar verður í Apótekinu, Hafnarborg, fimmtudaginn 6. október kl. 18.15. Farið verður yfir leikinn og nokkrar myndir sýndar. Þátttakendur geta send inn bestu myndina sína á gudni@hhus.is í síðasta lagi 30. september! Verðlaunaafhending Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og þrír úr hverjum flokki fá verðlaun. Útdráttarverðlaun Þeir sem mæta á uppskeruhátíðina geta svo átt von á útdráttarverðlaunum (max. ein verðlaun á hvern). Fjölmargir vinningar. Léttar veitingar.Munið að skila inn úrlausnum í Ráðhús Hafnarfjarðar í síðasta lagi 25. september.

Berglind er Þrautakóngur ársins – Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar

24. Ratleik Hafnarfjarðar er ný lokið og í gær var blásið til uppskeruhátíðar í Hafnarborg. Ratleikurinn stendur yfir allt sumarið og eru þátttakendur leiddir vítt og breytt um bæjarlandið og jafnvel út fyrir það. Lögð eru út 27 ratleiksmerki, vandað loftmyndakort er gefið út sem þátttakendur fá frítt og með aðstoð þess leita þeir að merkjunum. Mynd af merki í Dauðadalahellum en merkið hvarf rétt fyrir lok leiksins. - Ljósmynd: þátttakandi Í ár var þemað hraun og hraunmyndanir enda áhuginn mikill núna fyrir hraunum á Reykjanesi í ár. Metþátttaka var í ár og til marks um það skiluðu 223 inn lausnum en fjölmargir skila ekki inn lausnum þó þeir taki þátt árlega. Þeir sem skila inn lausnum eiga kost á að vinna til verðlauna, Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar er útnefndur en dregið er úr hópi þeirra sem hafa fundið öll 27 merkin, 18 merki og 9 merki. Tveir í hverjum flokki fá svo aukaverðlaun. Keppendur [...]

Go to Top