Skammt austan við Hvaleyrarsel er gömul varð­eldalaut sem skátaforingjar Riddara­sveitarinnar gerðu um miðjan sjöunda áratuginn. Þó hún sé ekki lengur nýtt sem slík má enn sjá ummerki um varðeldalautina.

Þarna er tilvalið að setjast niður og syngja söngva en nú er ekki lengur óhætt að kveikja þar varðeld enda eldhætta mikil í skóginum.

Frá upphafi skátastarfs á Íslandi var gjarnan farið í skátaútilegur í uppland Hafnarfjarðar og var Kaldársel mjög vinsælt og Helgadalur fyrir 1960.

En síðar varð Hvaleyrarvatn áhugavert en þess ber að geta að um 1960 sást þar í umhverfinu varla nokkurt tré.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968.

Skátasveitin Riddarar í Skátafélaginu Hraunbúum kom sér upp varðeldalaut sunnan við vatnið, á milli Ássels og Hvaleyrarsels. Settu þeir upp bekki í hring úr rafmagnsstaurum og útbjuggu eldstæði í miðjunni en sveitarforingjar þá voru þeir Ólafur Sigurðsson (Óli Silla) og Hermann Sigurðsson.

Þarna var þetta undir brekku er hvergi neitt tré var að sjá en fallegur staður og skjólgóður til að sitja í kvöldsólinni.

Eldri skátar rifja upp gamla tíma í Riddaralautinni.

Riddaralundurinn ca. 1979. Þarna er engin tré að sjá.