J
ólaratleikur Hafnarfjarðar er léttur leikur sem gengur út á að finna ljósastaura með teikningum af jólasveinunum á sem Jan Posocco teiknaði.
Á hverjum staur er spjald með nafni jólasveinsins og QR kóða sem skanna á með símanum og skoða hvað stendur á síðunni sem lent er á.
Þar er að finna bókstaf sem þarf að skrifa niður og safna saman frá öllum staurum.
Stafirnir mynda svo stutta setningu sem skila þarf inn rafrænt á 15. merki.
Skilafrestur til 22. desember
Hægt er að skila inn rafrænt til kl. 23, 22. desember og vinningar verða veitti um kl. 17 á Þorláksmessu.
Allir sem taka þátt fá Prins Póló á Thorsplani á Þorláksmessu!
Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja hér.