Ah, Pottaskefill! Hann er svo fljótur að jafnvel Lukku-Láki er letingi í samanburði við hann.
Hann, eins og svo margir aðrir bræður hans í hellinum, hefur lifað við matarskort í æsku og þurfti að bjarga sér til að lifa af frostmikla vetur.
Hann hefur hnuplað aðallega um allt Suðurland og um allt Norðurland.
Snemma byggði hann upp þol með því að hlaupa eins og fætur toguðu til að forðast byssuskot bænda og kökukefli húsmæðra. En hann hefur verið langt á undan sinni tíð og hendir aldrei mat þótt úldinn sé.