Hann fer aldrei út án þess að hafa kíkinn með sér.
Það er stór misskilningur meðal landsmanna að hann sé að horfa inn til fólks um íbúðarglugga. Nei, hann gerir það líka um bílglugga, búðarglugga, hjólhýsaglugga, strætóglugga og líka nýverið um tölvuskjá.
Hann fæddist með afar sjaldgæfan augnsjúkdóm sem gerði honum kleift að vera fullgildur félagsmaður Blindrafélagsins.