4 – Stekkur

Í Hádegisskarði milli Grísaness og Ásfjallsaxlar er stekkur frá Ási. Stekkir voru yfirleitt tvískiptir, hlaðnir úr grjóti. Í þeim var ám og lömbum haldið fráskildum á meðan á mjöltum stóð. Áður fyrr voru ær mjólkaðar í seljum, en í lok 19. aldar færðust þau búverk heim á bæ. Víða má sjá stekki nálægt gömlum bæjum sem og örnefni þeim tengdum, s.s. Stekkjarlág, Stekkholt eða Stekkurinn. Stekkir voru nánast við hvern bæ á Reykjanesskaganum, stundum fleiri en einn. Stekkir í seljum voru tiltölulega litlir. Endurspegluðu þeir fjölda fjár á hverjum tíma. Upp úr sumum stekkjanna voru og hlaðnar fjárborgir. Nokkur dæmi eru um að hlaðnar hafi verið réttir við hlið bæjastekkjanna eftir að fráfærur lögðust af, s.s. við Garðastekk, Óttarsstaðastekk og Þorbjarnarstaðastekk. Gjarnan er bent á réttirnar sem stekkina fyrrum, en svo er alls ekki fyrir að fara. Sennilega er það vegna þess að leifar gömlu grónu stekkjanna eru í dag orðnir ógreinilegar fyrir augum ókunnugra. Ekki gleyma að [...]