Í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjarðarland segir:
„Ljósaklif er klettaklif í suðausturenda hæðarinnar (Hæðarinnar með klifinu) ofan samnefnds húss, neðan Garðavegar, vestan Herjólfsgötu sem ofan Garðavegar nefnist Herjólfsbraut.
Þröngt skarð milli kletta, vel manngengt þó, grasi vaxið í botni. Er í suðaustasta klettinum á Hæðinni.
Upp á Hæðinni vestanverðri eru leifar skotgrafa (lagfærðar hraunsprungur) og vígi frá hernámsárunum. Þar sást ljós er skyggja tók.
Þetta er haft eftir Þórði Eyjólfssyni á Brúsastöðum er sagði Benedikt í Ljósaklifi þegar hann var að byggja nefnt hús sitt.“
Leave A Comment