Í örnefnalýsingunni (AG) fyrir Ás segir: “Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.”
Ef hins vegar er skoðuð örnefnalýsing fyrir Hvaleyri segir um þetta: ”Línan móti Ási er á þessa leið: Úr Fuglstapaþúfum beina línu rétt fyrir sunnan Ásstekk í þúfu fyrir vestan skarð, sem er austast á Grísanesi, þaðan í Bleiksstein (svo) á Bleikisteinshálsi norðanverðum, þaðan um Hvaleyrarselhöfða, svo Þormóðshöfða og Fremstahöfða upp í Steinhús. Þetta er norðausturhlið landsins, sú sem veit að Ási.“
Merkið er við birkikjarr.
Leave A Comment